Söngleikurinn Gauragangur, í uppsetningu 9. bekkjar Nesskóla í Neskaupstað, verður frumsýndur í Egilsbúð í kvöld. Aðeins verða þrjár sýningar en seinni tvær verða báðar á morgun, fimmtudag.
Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að nota skefti af álskóflu til að berja annan mann.
Marta Guðlaug Svavarsdóttir, nemandi við Verkmenntaskóla Austurlands, varð hlutskörpust íslenskra þátttakenda í sínum aldursflokki í Bebras tölvuáskoruninni sem haldin var fyrir jól. Þrátt fyrir það segist hún ekki stefna á frekara nám í forritun.
Rafal Daníelsson varð í gær nýjasti atvinnumaður Íslands í knattspyrnu þegar hann samdi við enska úrvalsdeildarliði Bournemouth. Rafal hefur síðustu fimm ár verið hjá Fram en byrjaði að æfa fótbolta hjá Fjarðabyggð og Hetti.
Höttur tapaði 75-96 fyrir Hamri í mikilvægum leik í fyrstu deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi. Þjálfari liðsins segir frammistöðu þess hafa verið slaka og liðið skorti stöðugleika. Góðu fréttirnar séu að stutt sé í næsta leik.
„Kyrrðarathvarfið er hugsað fyrir nemendur sem eiga erfitt með einbeitingu í venjulegum verkefnatímum og vilja sinna náminu í rólegu umhverfi,” segir Arnar Sigurbjörnsson, áfangastjóri við Menntaskólann á Egilsstöðum, en þar var nýlega formleg vígsla á kyrrðarstofu sem hlaut nafnið Engidalur.
„Afþreyingahúsið verður kærkomin viðbót við okkar huggulega heimili,” segir Ragnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð, en Thorsahús við Hulduhlíð verður vígt við hátíðlega athöfn í byrjun mars.