„Þetta gekk bara frábærlega og við erum öll í skýjunum,“ segir Kristinn Þór Jónasson, sem fór fyrir Útsæðinu, bæjarhátíðinni á Eskifirði sem fram fór um helgina.
Íslandspóstur opnaði í gær nýja afgreiðslu sína á Egilsstöðum. Pósturinn er nú kominn í Kaupvang 6 þar sem áður var byggingavörudeild Kaupfélags Héraðsbúa. Svæðisstjórinn segir gamla húsið ekki hafa hentað starfseminni lengur.
Tryggvi Ólafsson, myndlistarmaður, hlaut á síðasta ári riddarakrossa frá bæði forseta Íslands og dönsku drottningunni. Tryggvi er uppalinn Norðfirðingur en bjó í tæp 50 ár í Danmörku þar sem hann lærði og starfaði við myndlist.
„Maður er rosa hissa á að svona gerist hérna hjá okkur á litla Reyðarfirði, þetta er bara eitthvað sem maður sér í fréttunum,“ segir Sælín Sigurjónsdóttir á Reyðarfirði um skemmdarverk sem framin voru á eigum hennar aðfaranótt laugardags.
„Þarna verður allt mögulegt boðið upp, kannski koma menn með eitthvað með sér, auk þess sem eitthvað hefur verið tínt til héðan af staðnum og af næstu bæjum,“ segir Skúli Björn Gunnarsson, foröstðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri um uppboð sem haldið verður á Fljótsdalsdeginum á sunnudaginn.
Tónlistarmaðurinn Hlynur Benediktsson frá Neskaupstað hefur komið fram um 2000 sinnum á ferlinum. Ein af hans fyrstu hljómsveitum var Rufuz sem náði að gefa út tvær plötur. Upptökuferlið var með eindæmum skrautlegt.
„Mér sjálfum og ég tel öllum þykir þetta skipta mjög miklu máli og lífga uppá bæinn þar sem bæjarbúar og nágrannar okkar geta hist og skemmt sér saman,“ segir Kristinn Þór Jónasson, forsprakki bæjarhátíðarinnar Útsæðisins á Eskifirði sem fram fer um helgina. Kristinn Þór er í yfirheyrslu vikunnar.