Héraðsdómur Austurland hefur dæmt karlmann í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að veita öðrum hnefahögg í andlitið með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi tvíkjálkabrotnaði. Sá brotlegi taldist eiga sér málsbætur en þær réttlættu ekki gjörninginn.
Framkvæmdir ganga vel við nýtt netaverkstæði Fjarðanets í Neskaupstað sem rís á nýrri landfyllingu austan loðnubræðslu Síldarvinnslunnar. Stefnt er að því að loka húsinu fyrir veturinn og taka það í notkun næsta vor.
Lögreglan á Austurlandi leitar að einstaklingum sem grunaðir eru að hafa brotist inn í tvö hús í Fellabæ í gær. Grunur er um að reynt hafi verið að fara inn víðar.
„Augljósasta ástæðan var sú að það var ekkert lyftingafélag var á Austurlandi, en ef einhver vill keppa í lyftingum þá þarf sá hinn sami að vera skráður í félag,“ segir Tinna Halldórsdóttir, meðstjórnandi í Lyftingafélagi Austurlands, um tilurð félagsins.
„Styrkirnir skipta mjög miklu máli og gera það að verkum að við getum byggt upp fjölbreyttara samfélag,“ Friðrik Árnason, eigandi Hótels Bláfells, en sjö milljónum króna úr verkefninu Breiðdælingar móta framtíðina var úthlutað til fjórtán samfélagseflandi verkefna í Breiðdalshreppi í maí. Styrkirnir eru hluti af verkefni Byggðastofnunar, Brothættar byggðir.
„Hún fékk val um að fara í burtu í vetur en hún gat ekki hugsað sér það,“ segir Erna Ólafsdóttir frá Mjóafirði sem mun í vetur kenna dóttur sinni Jóhönnu Björgu Sævarsdóttur sem er að fara í níunda bekk, en hún verður eini nemandinn í Grunnskóla Mjóafjarðar annað árið í röð.
Egersund Island á Eskifirði hyggur á framkvæmdir á næstunni til að efla þjónustu við aukið laxeldi við Austfirði. Komið verður upp þvottastöð fyrir laxapoka sem verður sú fullkomnasta á landinu. Framkvæmdir á staðnum hefjast innan tíðar og verður stöðin klár til notkunar í nóvember.