Allar fréttir

Skiptum lokið á búi KK Matvæla

Skiptum er lokið á þrotabúi KK Matvæla sem urðu gjaldþrota fyrir rúmum tveimur árum. Eftir að fyrirtækið skipti um eigendur breyttist starfsemin og fátt varð um ársreikninga.

 

Lesa meira

Ófærð um Oddsskarð frestaði jólahaldinu

oddskard_varud_skilti.jpgAð minnsta kosti ein fjölskylda þurfti að fresta jólahaldi sínu vegna ófærðar yfir Oddsskarð á aðfangadagskvöld. Vegurinn þar var lokaður frá kvöldmat og fram að miðnætti.

 

Lesa meira

Tónleikar í Vegahúsinu: Rokkað heima um jólin

Image Síðastliðinn miðvikudag, 28. desember, voru tónleikar í Vegahúsinu undir yfirskriftinni "Rokkum heima um jólin". Er þetta hluti af árlegri tónleikaröð Vegahússins og var að venju mikið fjör. 

Lesa meira

101 mætir 701

gunnarg_web.jpgRétt eins og ég tel mikilvægt að vera sáttur við stöðu sína hverju sinni finnst mér jafn mikilvægt að prófa að skipta annað slagið um umhverfi. Að fara eitthvað, sjá hvernig aðrir lifa – þó ekki væri nema að lesa um hvernig aðrir hafa það. Þetta er ekki síst mikilvægt því maður er svo fljótur að verða samdauna sínu umhverfi. Það getur leitt til stöðnunar og það þykir mér hættulegt.

 

Lesa meira

Jólamessa í Heydölum: Organistinn var veðurtepptur

gunnlaugur_stefansson2.jpgEnginn organisti var við náttsöng í Heydalakirkju á aðfangadagskvöld því hann var veðurtepptur á Eskifirði. Presturinn segist hafa búið sig undir tóma kirkju í veðurofsanum en sveitungar hans börðust í gegnum bylinn og fjölmenntu í kirkjuna.

 

Lesa meira

Gróf mismunun: Stapi tekur ekki þátt í fjármögnum Landsspítalans

stapi_logo.jpgLífeyrissjóðurinn Stapi mun draga til baka þátttöku sína í viljayfirlýsingu um fjármögnun nýs Landsspítala verði staðið við hugmyndir um skattleggja inneignir í sjóðunum. Stjórn sjóðsins telur ekki grundvöll fyrir samvinnu þegar ráðist sé að grundvelli lífeyrissjóðskerfisins.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.