Allar fréttir

Smyglarar í yfirheyrslu á Egilsstöðum

Mennirnir þrír sem handteknir voru um borð í smyglskútunni og fluttir með varðskipinu Tý til Eskifjarðar eru nú í yfirheyrslu hjá lögreglu á Egilsstöðum. Þegar búið verður að kveða upp gæsluvarðhaldsúrskurð yfir þeim við Héraðsdóm Austurlands eftir hádegi, verða þeir samkvæmt upplýsingum lögreglu fluttir með leiguflugi frá Egilsstaðaflugvelli til Selfoss. 

2005_0409smyglml0009vefur.jpg

Lesa meira

Fól ei verða fíkn af rík

Á Djúpavogi hafa heimamenn gantast með það í dag að dóp-góssið var tekið á land í svokallaðri
Gleðivík. Orti sveitarstjórinn, Björn Hafþór Guðmundsson, í morgunsárið af því tilefni eftirfarandi vísu: Gjálfrar alda í Gleðivík / glampar hlein í fjöru / fól ei verða fíkn af rík / fá að hanga í snöru.

slngubtur_vefur.jpg

Lesa meira

Stærsta smyglmálið

Týr, varðskip Landhelgisgæslunnar, er nú á leið til Íslands með þrjá grunaða fíkniefnasmyglara og skútu sem flutti efnin til Íslands í togi. Varðskipið náði skútunni miðja vegu milli Íslands og Hjaltlandseyja seint í gærkvöld. Reiknað er með að varðskipið nái höfn í kvöld eða nótt. Talið er að um sé að ræða stærsta eiturlyfjasmygl Íslandssögunnar, allt að hundrað og fimmtíu kílóum af hörðum efnum sem væntanlega eru amfetamín og kókaín. Sex menn hafa verið handteknir vegna málsins, þrír voru handteknir á Suðausturlandi og úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 11. maí, en ekki er ljóst með varðhaldsúrskurði yfir þeim sem handteknir voru um borð í skútunni.

eiturlyf.jpg

Lesa meira

Varðskipið komið með smyglskútuna til Eskifjarðar

Varðskipið Týr er lagst við bryggju á Eskifirði og er með smyglskútuna, sem það stöðvaði og tók í tog í fyrrakvöld í hafinu milli Íslands og Færeyja, við stjórnborða. Týr lagði að um áttaleytið í morgun. Lögregla hafði töluverðan viðbúnað er skipið kom til hafnar. Þrír voru handteknir um borð í skútunni í fyrrakvöld, tveir Íslendingar og Hollendingur og verða þeir nú færðir fyrir Héraðsdóm Austurlands. Þar verða þeir yfirheyrðir og ákvörðun tekin í framhaldi af því um að óska eftir gæsluvarðhaldi. Að því búnu fara þeir í fylgd lögreglu með almennu farþegaflugi til Reykjavíkur í dag.

skuta_051.jpg

Lesa meira

Vilja hefja aðildarviðræður

Félagið „Við erum sammála“ sem stendur að undirskriftalistanum sammala.is, efnir til fundar í Iðnó þriðjudaginn 21. apríl kl. 16.30-17.00. Í tilkynningu segir að þar muni sjö af þeim þúsundum Íslendinga sem þegar hafa skráð sig á listann skýra hvers vegna þeir eru sammála um að ríkisstjórnin, sem tekur við að loknum kosningum, eigi að hafa sem eitt af sínum forgangsverkefnum að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið og bera aðildarsamning undir þjóðaratkvæði.

evrpusambandi.jpg

Lesa meira

Kæru HSA á hendur yfirlækni vísað frá

Samkvæmt frétt mbl.is í dag hefur embætti ríkissaksóknara ákveðið að vísa kæru Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) á hendur Hannesi Sigmarssyni, yfirlækni við Heilsugæslu Fjarðabyggðar, frá. Hannesi var 12. febrúar síðastliðinn vikið tímabundið frá störfum vegna rannsóknar á reikningum frá honum. Eskfirðingar drógu í dag fána að húni til að fagna því að læknirinn hyggst snúa heim til starfa.

eskifjordur.jpg

Lesa meira

Týr kemur á Eskifjörð í fyrramálið

Rúmlega 109 kíló af fíkniefnum voru haldlögð af lögreglu í stóra smyglmálinu. Um er að ræða marijúana, hass, amfetamín og nokkur þúsund e-töflur. Fimm Íslendingar og einn Hollendingur hafa verið handteknir í tengslum við málið. Þetta er eitt alstærsta fíkniefnamál sem komið hefur upp á Íslandi. Reiknað er með að varðskipið Týr komi með smyglskútuna í höfn á Eskifirði í fyrramálið.

tr_r_myndasafni_gslunnar.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.