Allar fréttir

Milljarðs gjaldþrot Trésmiðju Fljótsdalshéraðs

egilsstadir.jpg Kröfur í þrotabú Trésmiðju Fljótsdalshéraðs og tveggja skyldra félaga námu tæpum einum og hálfum milljarði króna. Um fimmtungur þeirra fékkst greiddur. Skiptum á búunum lauk í desember.

 

Lesa meira

Svipmyndir frá sumrinu: Bræðslan 2011

braedslan_2011_0006_web.jpgTónlistarhátíðin Bræðslan var sem fyrr meðal hápunkta sumarsins á Austurlandi. Þar komu að þessu sinni fram hljómsveitin Vax, Ylja, Svavar Knúfur, Írinn Glen Hansard, Hjálmar og Jónas Sigurðsson með Ritvélum framtíðarinnar. Agl.is fangaði brot af því besta á tónleikunum.

 

Lesa meira

Róleg yfir hátíðarnar hjá lögreglunni

 

logreglumerki.jpg

Jól og áramót voru róleg hjá austfirsku lögregluembættunum. Hnífaárás kom þó upp í umdæmi sýslumannsins á Seyðisfirði á annan í jólum. Það mál er til rannsóknar hjá lögreglunni á Eskifirði. Þar gekk mannlífið vel en nokkurt tjón varð að kvöldi aðfangadags í fárviðri í Neskaupstað.

 

Sparisjóðurinn ekki seldur: Ekkert boð nógu gott

sparisjodur_norrdfjardar.jpgHætt hefur verið sölu Sparisjóðs Norðfjarðar því ekki bárust viðunandi tilboð. Útibúinu á Reyðarfirði verður lokað í vor til að treysta reksturinn. Fimm einstaklingar missa vinnuna við það.

 

Lesa meira

Eymundur í Vallanesi hlýtur Fálkaorðuna

eymundur_vallanesi.jpgEymundur Magnússon, bóndi í Vallanesi á Fljótsdalshéraði, hlaut í dag riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir frumkvæði á sviði búskaparhátta og matvælamenningar. Forseti Íslands afhenti ellefu Íslendingum orðuna á Bessastöðum.

 

Lesa meira

Svipmyndir frá sumrinu: LungA 2011

lunga2011_tonleikar_0081_web.jpgListahátíð ungs fólks á Seyðisfirði, LungA, var haldin með miklum glæsibrag í ár líkt og þau síðustu. Hátíðinni lauk á miklum útitónleikum þar sem fram komu meðal annars Gus Gus með gestum úr Hjaltalín, Sin Fang, Reptile & Retard frá Danmörku, Mammút og Berndsen. Undirbúningur fyrir hátíðina 2012 er þegar hafinn en annað kvöld verður áramótapartý í Herðubreið til styrktar hátíðinni. Agl.is fangaði stemminguna á lokatónleikunum í sumar.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.