Allar fréttir
Sjö Austfirðingar á framboðslista Viðreisnar
Heiða Ingimarsdóttir, upplýsingafulltrúi Múlaþings, er efst þeirra sjö Austfirðinga sem sitja á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi kosningar en hún er í öðru sæti. Ingvar Þóroddsson, framhaldsskólakennari á Akureyri leiðir listann.Hefur trú á að Eyrin eigi eftir að veita betri þjónustu en sveitarfélagið
Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar hefur trú á að ákvörðun um að selja Eyrinni heilsurækt tækjabúnað líkamsræktarstöðvarinnar á Reyðarfirði muni til framtíðar leiða til betri þjónustu í bæjarfélaginu. Hópur íbúa sendi bæjarráð undirskriftalista þar sem lokuninni er mótmælt.Sex Austfirðingar á lista Samfylkingarinnar
Eydís Ásbjörnsdóttir, skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands, er efst Austfirðinga á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Hún skipar annað sæti listans. Logi Einarsson er áfram oddviti í kjördæminu.Helgin: Átján ára og semur tónlist upp úr Eddukvæðum
Kormákur Valdimarsson er annar þeirra tveggja tónlistarmanna sem koma fram á tónleikaröðinni Strengjum í Tónspili um helgina. Kormákur tók þátt í skapandi sumarstörfum í Fjarðabyggð í sumar og nýtti tímann til að vinna plötu með tónlist sem hann byggði á íslenskum fornsögum.Sex Austfirðingar á lista VG
Guðlaug Björgvinsdóttir á Reyðarfirði er efst Austfirðinga á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fyrir þingkosningarnar í næsta mánuði. Hún skipar þriðja sætið. Sindri Geir Óskarsson, sóknarprestur í Glerárkirkju, er nýr oddviti listans.Eitt tiltekið bókunarkerfi veldur ónákvæmni gistináttatalna Hagstofunnar
Hagstofa Íslands hefur um hríð átt í vandræðum með að fá hárnákvæmar tölur um þjóðerni gesta sem dvelja nótt eða fleiri á gististöðum landsins en orsökin er eitt tiltekið bókunarkerfi sem ekki skráir þjóðerni sérstaklega.