Allar fréttir
Bleikur dagur
Í dag, 23. október, er Bleikur dagur, sem er hluti af októberátakinu. Á þessum degi fögnum við styrknum og seiglunni sem einkennir baráttuna gegn brjóstakrabbameini. Það er tilefni til að íhuga mikilvægi forvarna, klæðast bleikum litum til stuðnings, og hvetja konur til að mæta í skimun. Október er tími umhyggju þar sem við minnumst samstöðu og sýnum stuðning í baráttunni gegn þessum alvarlega sjúkdómi.Gróf mynd komin á stækkað skólahús Seyðfirðinga
Grófar frumtillögur að útliti stækkaðs grunnskóla Seyðfirðinga hafa nú verið kynntar fyrir þeim nefndum og ráðum Múlaþings sem að vinnunni koma með einum eða öðrum hætti.
Gunnar Viðar efstur hjá Lýðræðisflokknum
Gunnar Viðar Þórarinsson, framkvæmdastjóri á Reyðarfirði, skipar efsta sætið á lista Lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum.Halda áfram að efla Eyrina heilsurækt með tækjasal
Í síðustu viku var skrifað undir samninga milli Eyrarinnar heilsuræktar og sveitarfélagsins Fjarðabyggðar um kaup Eyrarinnar á nær öllum tækjum líkamsræktarinnar á Reyðarfirði. Nýr tækjasalur opnar í húsi stöðvarinnar um áramót. Margföldun hefur orðið á iðkendum þar síðan nýir eigendur tóku við fyrir um ári.Framkvæmdir við byggðakjarna í Fljótsdal gætu hafist með vorinu
Allur undirbúningur Fljótsdalshrepps að uppsetningu fyrsta byggðakjarna sveitarfélagsins á jörðinni Hamborg gengur að óskum. Framkvæmdir gætu hugsanlega hafist strax næsta vor.
Ljúka ljósleiðaravæðingu Fjarðabyggðar allrar fyrir 2027
Sveitarfélagið Fjarðabyggð ætlar að hraða uppbyggingu á ljósleiðarakerfi í sveitarfélaginu öllu eftir að sérstakur styrkur fékkst frá Fjarskiptasjóði fyrir skömmu. Allt sveitarfélagið ætti að hafa aðgang að slíku kerfi í árslok 2026.