Allar fréttir

Fjarðabyggðarkrakkar til mikils sóma

Í síðustu viku voru Andrésarleikarnir haldnir á Akureyri í þrítugasta og fjórða skiptið.  Að þessu sinni voru 792 keppendur skráðir til leiks og þar af komu 69 keppendur frá Fjarðabyggð.  Fjarðabyggðarkrakkarnir vöktu sérstaka athygli því þeir röðuðu sér á glæsilegan máta upp í skrúðgöngu sem var hluti setningarhafhöfn leikanna. Allir krakkarnir voru með Fjarðabyggðarbuff á höfðinu þannig að það fór ekki milli mála hvaðan þau komu. Var það mál manna að þarna hefði komið til leikanna einkar föngulegur og prúðmannlegur hópur.

andrsarleikar.jpg

Lesa meira

Fá viku í viðbót á grásleppuna

Sjávarútvegsráðherra ákveð í gær að lengja veiðitíma grásleppu um viku og verður þannig við beiðni Landssambands smábátaeigenda. Verð á grásleppuhrognum er í sögulegu hámarki. Grásleppuveiðar voru heimilaðar í fimmtíu og fimm daga en það hefur nú verið lengt í sextíu og tvo daga, sem gefur grásleppukörlum aukið svigrúm til veiðanna.

Furðuverur á götum úti

Tuttugu og tvær górillur sluppu úr dýragarði Verkmenntaskóla Austurlands í nótt og leika nú lausum hala um Neskaupstað. Samkvæmt upplýsingum innan úr VA liggur fyrir að menn þar á bæ unni sér ekki hvíldar fyrr en þær hafa allar verið fangaðar er líður á daginn. Hætt er við að einhverjar furðuverur sjáist líka á götum Egilsstaða. Eins og ljóst má vera af þessum fréttaflutningi eru bæði Verkmenntaskóli Austurlands og Menntaskólinn á Egilsstöðum að dimmitera í dag með tilheyrandi gleðilátum.

geimvera.jpg

Vandaðir upplestrar

Lokahátíðir Stóru upplestrakeppninnar fóru fram í Neskaupstað og á Seyðisfirði 22. apríl síðastliðinn. Auk upplestranna voru skemmtiatriði. Í Nesskóla lásu þrettán þátttakendur frá Breiðdalsvík, Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði, Eskifirði, Neskaupstað og Eskifirði. María Von Pálsdóttir í Grunnskóla Breiðdalsvíkur sigraði með sínum lestri og í öðru sæti varð Iveta Krasimirova Kostova frá Nesskóla og í því þriðja Almar Blær Sigurjónsson, Grunnskóla Reyðarfjarðar. Á Seyðisfirði tóku fjórtán þátttakendur frá sjö skólum þátt. Í fyrsta sæti varð Glúmur Björnsson, Egilsstaðaskóla, í öðru sæti Sveinn Hugi Jökulsson, Grunnskóla Borgarfjarðar og í þriðja sæti Heiðdís Sigurjónsdóttir í Egilsstaðaskóla.

seyisfjrur_stra_upplestrarkeppnin_vefur.jpg

Lesa meira

Útgáfuhátíð og 80 ára kaupstaðarafmælis minnst

Í kvöld verður í Egilsbúð í Neskaupstað efnt til útgáfuhófs vegna útkomu bókarinnar Norðfjarðarsaga II, eftir Smára Geirsson. Jafnframt verður 80 ára afmælis kaupstaðarréttinda bæjarins minnst. Lesið verður úr hinni nýju bók og tónlistarskólinn býður upp á tónlistaratriði. Bók og veitingar seldar á staðnum. Hátíðin hefst kl. 20:30 og eru allir velkomnir.

a9955e3e1be4eef5.jpg

Nýr Austurgluggi kominn út

Margt ber á góma í Austurglugganum að vanda. Velt er vöngum yfir 1. maí, baráttudegi verkalýðsins, og staðan tekin á Austurlandi  hjá formönnum verkalýðsfélaganna. Auk ýmissa frétta úr fjórðungnum er svo farið yfir úrslit kosninganna. Við hvílum matgæðinginn þessa vikuna, en í næstu viku fáum við uppskriftir frá nýjum þingmanni Austfirðinga; Jónínu Rós Guðmundsdóttur.

Austurglugginn fæst á betri blaðsölustöðum.

0511-0810-1304-1526.jpg

Undirskriftasöfnun gegn HSA

Hafin er undirskriftasöfnun á Eskifirði þar sem skorað er á yfirstjórn Heilbrigðisstofnunar Austurlands að segja af sér. Ástæðan er reiði íbúa yfir þeirri ákvörðun stofnunarinnar að fá lögreglu og í kjölfarið ríkissaksóknara til að rannsaka embættisfærslu yfirlæknis Heilsugæslu Fjarðabyggðar, en íbúar telja meintar ávirðingar læknisins úr lausu lofti gripnar af HSA. Lögreglan á Eskifirði og ríkissaksóknari hafa sem kunnugt er fallið frá rannsókn. Íbúarnir vilja nú að stjórnendur HSA axli ábyrgð.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.