Fjarðabyggð sigraði Tindastól nokkuð örugglega í gærkvöldi. Leikið var í Boganum á Akureyri. Ágúst Örn skoraði tvö mörk. Það fyrra eftir 7.mín leik. Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik kláruðu KFF drengir leikinn á fyrstu 20 mínútunum með öðru marki frá Gústa og svo skoraði fyrirliðinn Haukur Ingvar þriðja markið. Fjarðabyggð var annars mun sterkari aðilinn en þó áttu Stólarnir sína kafla. Úrslitaleikurinn verður í Boganum kl. 16:00 á sunnudag.
Fyrsti maí er helgaður baráttu verkafólks um heim allan fyrir mannsæmandi kjörum. Íslenskur verkalýður hefur ætíð átt á brattann að sækja og þrátt fyrir að við búum í landi velferðar og höfum það snöggtum betra hér en meirihluti mannkyns, er margur verkamaðurinn bláfátækur og berst í bökkum hvern einasta dag. Ísland er nú aftur orðið land misskiptingar og er það miður. Hverjir ættu að geta stýrt fram hjá slíkri ógæfu, ef ekki okkar litla þjóðarskúta, þar sem flest ætti að vera höndlanlegt? Það er að segja ef skynsemi og jöfnuður er leiðarhnoð þeirra sem stýra og móta framtíðarmarkmið til handa okkar litla landi.
Þinghópur Borgarahreyfingarinnar lýsir áhyggjum sínum af hægagangi og foringjastjórnmálum í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum. Segir í tilkynningu að þinghópurinn hvetji til víðtækara samráðs við nýkjörið þing, sem verði kallað saman hið fyrsta. Mótmæli við Alþingi sl. janúar hafi ekki snúist um Evrópusambandið heldur um bankahrunið og aðgerðarleysi stjórnvalda. Brýn mál er varða aðstoð við heimilin og fyrirtækin í landinu verði að hafa forgang.
Fuglafestival er haldið á Djúpavogi og Höfn í dag. Tilgangur þess er að auka áhuga almennings á fuglaskoðun og kynna sér það fjölbreytta fuglalíf sem í boði er á þessu svæði. Markmiðið er að viðburður sem þessi verði árviss.
Aðalfundur Búnaðarsambands Austurlands fór fram síðastliðinn mánudag. Meðal umfjöllunarefna sem urðu að tillögum til m.a. ríkisvaldsins má nefna andstöðu við aðild að Evrópusambandinu, hækkað verð hreindýraleyfa, rýmkun veiðitíma gæsa, áhyggjur af umferð hreindýraveiðimanna í afréttum sauðfjár og upprunamerkingu matvæla. Þá lýsti fundurinn ánægju með þá nýsköpun og kraft sem er í sveitum Austurlands. Eftirfarandi eru tillögur aðalfundarins:
Í gær fór fram Fjarðaálsmót í 5. flokki drengja og stúlkna. Mótið fór hið besta fram og stóðu allir sig með sóma; keppendur, þjálfarar, dómarar og áhorfendur. Fjórði flokkur drengja og stúlkna keppir í dag.
Í dag, 1. maí, verður opnuð sýning á Skriðuklaustri í tilefni 70 ára frá byggingu hins einstæða húss Gunnars Gunnarssonar skálds. Á sýningunni er í máli og myndum sagt frá þessu ótrúlega ævintýri 1939 þar sem hátt í hundrað manns unnu sex daga vikunnar frá vori og fram að jólum við að reisa stórhýsið.