Listahátíðin List án landamæra verður haldin í sjötta sinn sunnudaginn 3. maí. Undanfarin ár hafa fatlaðir og ófatlaðir unnið saman að ýmsum listtengdum verkefnum með frábærri útkomu. Hátíðin var fyrst haldin á Evrópuári fatlaðra 2003-2004 og var ákveðið upp frá því að gera þetta að árlegum viðburði og hafa sífellt fleiri þátttakendur og áhorfendur bæst við á ári hverju. List án Landamæra verður meðal annars í menningarsetrinu Sláturhúsinu á Egilsstöðum milli kl. 14 og 18. Í boði er leiklist, myndlist, tónlist, danslist, handverk, grænlenskur trommudans, ,,geðveikt kaffihús“ í umsjón Kvenfélagsins Bláklukku og margt fleira. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Heitt vatn úr borholum Hitaveitu Egilsstaða og Fella (HEF) í Urriðavatni er svo gott að það hefur hlotið vottun sem neysluhæft drykkjarvatn og er þar með vel nýtanlegt til matvælaframleiðslu. Þetta er sjaldgæf staða á Íslandi og aðeins vitað um sambærileg gæði heits vatns úr nokkrum af heitavatnsuppsprettum Akureyringa.
Fyrir fáeinum árum dreymdi mig um að góðærið myndi geta af sér góða og fallega bókabúð í bænum þar sem ég bý. Og kannski bakarí sem opnaði snemma með rjúkandi nýbökuðu, líka á sunnudagsmorgnum. Gott ef ég hélt ekki að kvikmyndahús sprytti upp líkt og fyrir galdra og kannski meira að segja framandlegur veitingastaður í þokkabót. Það átti svo margt að dafna og einstaklingsframtakið að blómstra.
Kvenfélagasambands Íslands og Félag héraðskjalavarða á Íslandi standa nú fyrir sameiginlegu átaki í söfnun og varðveislu skjalasafna kvenfélaga á landinu og annarra félaga kvenna. Forsvarsmenn kvenfélaga í Múlasýslum og þeir sem hafa undir höndum skjöl frá kvenfélögum eru hvattir til að hafa samband við Héraðsskjalasafn Austfirðinga (s. 471 1417 / nf. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) varðandi nánari upplýsingar eða koma skjölunum til þeirra til varðveislu.
Að búa börnum gott námsumhverfi er verðugt verkefni en þáttur náms í velferð einstaklinga og samfélagsins verður sífellt þýðingarmeiri. Margir hafa nýtt sér það umbreytingaskeið sem við nú göngum í gegnum til að bæta við sig námi en nám þarf ekki endilega að felast í því að setjast á skólabekk. Við getum tekið okkur fyrir hendur ný viðfangsefni sem svo sannarlega geta eflt okkur sjálf sem einstaklinga og skilað þjóðhagslegum ávinningi.
Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fjármagnar starfssemi sína að langmestu leyti með sjálfsaflafé. Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að þar gegni happdrætti félagsins veigamiklu hlutverki. Með því að kaupa happdrættismiða taki fólk virkan þátt í að styðja til sjálfstæðis blinda og sjónskerta einstaklinga á öllum aldri og stuðli þannig að auknum lífsgæðum þeirra og um leið betra samfélagi.
Karólína Þorsteinsdóttir skrifar: Vorið er að koma og þó að það sé þoka í dag erum við búin að fá marga sólskinsdaga. Við erum umgirt háum og tignarlegum fjöllum sem mynda hring í kringum fjörðinn, fjöllum sem vekja hrifningu margra sem koma, ekki síst allra listamannanna sem heimsækja Seyðisfjörð