Allar fréttir

Umræðan

Hér er að finna bloggara á Austurlandi og spjallþráð, seinna munu hér birtast pistlar og greinar.

Þrír sóttu um sveitarstjórastarf á Borgarfirði

borg_eyst.jpgÞrír umsækjendur eru um starf sveitarstjóra í Borgarfirði eystra. Á hreppsnefndarfundi í gær var ákveðið að umsóknarfresturinn væri liðinn og verður ekki tekið við fleiri umsóknum. Umsækjendurnir verða boðaðir til viðtals síðar í vikunni.

Umsækjendur:

Ásta Hrönn Björgvinsdóttir, Akureyri.

Ásta Margrét Sigfúsdóttir, Borgarfirði eystra.

Jón Þórðarson, Akureyri.

 

Eins og áður hefur komi fram mun Steinn Eiríksson fráfarandi sveitarstjóri ljúka störfum eins fljótt og honum er kostur, vegna anna í fyrirtæki sínu Álfasteini.

Lesa meira

Bremsurnar biluðu

Bilaðar bremsur voru aðalástæða þess að rúta með 38 farþegum fór út af í Bessastaðafjalli í lok ágúst. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa sem kom út í dag.

Lesa meira

Afþreying

Hér er að finna Myndir, Myndbönd, sjónvarptsdagskrá og fleira er væntanlegt.

Fljótsdælingar fagna Axarvegi

Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps fagnar áætlunum um byggingu nýs vegar um Öxi og hvetur til þess að þeim verði hraðað sem unnt er.

Lesa meira

Ný störf á Breiðdalsvík

fsikiii.jpgÞað er ekki á hverjum degi sem auglýst eru ný störf á Breiðdalsvík. Það eru hins vegar ánægjuleg tíðindi að Breiðdalshreppur hefur nú auglýst tvær stöður lausar vegna verkefnisins “Í fótspor Walkers.” Hreppurinn auglýsir eftir verkefnisstjóra jarðfræðiseturs og verkefnisstjóra ferða- og menningarmála. Umsóknarfrestur er til 3. mars.

Á vef Breiðdalshrepps má finna nánari upplýsingar

Ekki alveg búið að loka á umsóknir um starf sveitarstjóra



Umsóknarfrestur um starf sveitarstjóra á Borgarfirði Eystri virðist enn ekki vera runnin út. Jakob Sigurðsson oddviti hreppstjórnar sagði í samtali við Austurgluggann í morgun að ekki væri búið að fjalla um umsóknir þær sem hafa nú þegar borist á fundi hreppstjórnar. “Það er kannski ekki alveg búið að loka á það.” Sagði Jakob í samtali við blaðamann í morgun, en hann hefur neitað að gefa upp nöfn umsækjanda á þeim forsendum að umsóknarfrestur sé ekki runninn út.

Staða sveitarstjóra á Borgarfirði var auglýst nú fyrir nokkrum vikum, en í auglýsingunni kemur ekkert fram um hvenær umsóknarfrestur rennur út. Blaðamaður spurði hvers vegna þannig væri staðið að málum og hvort það væri til þess að hægt væri að loka fyrir umsóknir þegar “rétta” umsóknin bærist. “Það var nú ekki hugmyndin. Við auglýstum þetta heimavið fyrst. Þetta var nú bara ákvörðun sem var tekin. Ég var í sambandi við Samband Sveitarfélaga vegna auglýsingarinnar og þar var ekki gerð athugasemd við þetta atriði.”

En finnst oddvitanum þessi stjórnsýsla vera til fyrirmyndar? “Það má deila um það.” sagði Jakob.

Jakob segir að á fundi næsta mánudag verði tekin ákvörðun um hvenær umsóknarfrestur rynni út. Því er ekki hægt að ætla annað en að enn um sinn sé opið fyrir umsóknir og því ástæða til að hvetja áhugasama um að sækja um starf sveitarstjóra á Borgarfirði.

 

borggarfjord.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.