Allar fréttir

Kjósendur hafa úr sjö framboðum að velja

Sjö framboð og flokkar hafa skilað inn framboðslistum og meðmælendum í Norðausturkjördæmi. Framboðsfrestur er runninn út. Framboðin eru Borgarahreyfingin, Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn, Lýðræðishreyfingin, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstrihreyfingin – grænt framboð.

mynd_0476961.jpg

Lesa meira

Bændur kynna landbúnaðardag – 16. apríl

Bændur hafa boðað til opinna funda í tengslum við alþingiskosningarnar á fjórum stöðum á landinu fimmtudagskvöldið 16. apríl. Öllum framboðum er boðið að senda sína fulltrúa og ræða um landbúnaðarmál við bændur, starfsfólk í landbúnaðargeiranum og aðra áhugasama fundargesti. Fundirnir hefjast allir kl. 20:30 fimmtudagskvöldið 16. apríl og verða haldnir á Hótel Selfossi, Hlégarði í Mosfellsbæ, Hótel Borgarnesi og á Hótel KEA á Akureyri.

landbnaur.jpg

Lesa meira

Fljótsdalshérað vill Arnhólsstaði

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað hefur höfðað eignardómsmál fyrir héraðsdómi Austurlands þar sem það fer fram á að því verði dæmdur eignarréttur að félagsheimilinu Arnhólsstöðum í Skriðdal og lóð þar í kring.

 

Lesa meira

Carmina Burana flutt á sunnudag

Kirkju- og menningarmiðstöðin Fjarðabyggð stendur fyrir flutningi á meistarstykkinu Carmina Burana, sem hefur löngum fyllt tónleikahús hvar sem er í veröldinni. Carmina Burana er safn miðaldakvæða sem austurríska tónskáldið Carl Orff tónsetti og er sungið um fallvaltleika gæfunnar, sem á ekki síst við okkar tíma í dag en einnig um ástir og fegurð, glaum og gleði á afar litríkan hátt.

carmina_burana_-_wheel_of_fortune.jpg

Lesa meira

Björk Sigurgeirsdóttir í öðru sæti í NA

Ranghermt var í frétt um framboðslista Borgarahreyfingarinnar í Norðausturkjördæmi hver skipar annað sæti listans. Það er Björk Sigurgeirsdóttir, framkvæmdastjóri, búsett í Fellabæ. Jafnframt var nafnaruglingur á öftustu sætum. Er beðist velvirðingar og listinn birtur aftur.

borgarahreyfingin.jpg

Lesa meira

SKOTVÍS vill fjölga hreindýrum

Skotveiðifélag Íslands telur að fjölga megi dýrum í hreindýrastofninum um 2000 og þar með veiðileyfum um 500 hvert veiðitímabil. Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélagsins, segir að gegnum rannsóknir á vegum félagsins megi sjá að Norð-Austurland, einkum svæðið út frá Vopnafirði, geti borið um 2000 hreindýr til viðbótar því sem þar er fyrir.

hreindraveiar.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.