Allar fréttir

Umsóknafjöldi um veiðileyfi slær öll met

Aldrei hafa fleiri umsóknir verið um hreindýraveiðileyfi en nú, þrátt fyrir örðugt efnahagsástand. Umsóknarfrestur rann út á miðnætti 15. febrúar og höfðu þá borist 3.300 umsóknir. Í fyrra voru umsóknir rétt innan við 3.100 talsins.

hreindraveiar.jpg

Lesa meira

Útilistaverk í Gleðivík

Sigurður Guðmundsson listamaður, sem oft er kenndur við SÚM-hópinn og hefur lengi búið í Hollandi og Kína, hefur áhuga á að reisa listaverk á þrjátíu og fjórum stöplum sem fyrrum löndunarbúnaður fyrir fiskimjölsverksmiðjuna í Gleðivík var festur á.

sigurdur20gudmundsson.jpg

Lesa meira

Aukin aðsókn í Íþróttamiðstöð

Mikil aukning hefur verið á aðsókn í íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum frá síðasta ári. Heildaraukning á mætingu í þrek og sund á milli ára er um 20% en verðið hefur staðið í stað á milli ára.

sundmot.jpg

Lesa meira

Austurglugginn er kominn út

Nýr Austurgluggi kom út í dag. Meðal efnis er umfjöllun um niðurröðun á prófkjörslistum stjórnmálaflokkanna í Norðausturkjördæmi, fréttir og íþróttatíðindi. Þá er hinn sívinsæli matgæðingur á sínum stað og uppskrift að einhverri bestu bollu allra tíma, enda bolludagur á næsta leyti.

Austurglugginn fæst á betri blaðsölustöðum.

56385574.jpg

Iceland Water fær iðnaðarlóð í Reyðarfirði

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt að úthluta fyrirtækin Iceland Water International iðnaðarlóð á Hjallaleiru í Reyðarfirði. Iceland Water International sérhæfir sig í framleiðslu gosdrykkja og hefur höfuðstöðvar sínar í Reykjavík.

3001_09_60---water_web.jpg

Þróttur áfram í bikarnum

Þróttur Neskaupstað tryggði sér um helgina sæti í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í blaki. Körfuknattleikslið Hattar tapaði fyrir Val.

 

Lesa meira

Vetrarævintýri á Austurlandi

Á Austurlandi eru frábærir útivistarmöguleikar og veðrið oftast gott. Hér eru frábær skíða- og brettasvæði í Oddsskarði og Stafdal og endalausir möguleikar fyrir skíðagöngu. Hægt að skiða í skóginum eða þeysa um snjóbreiður í vélsleðaferð. Ganga í síðdegissólinni sem gyllir snæviþakin fjöll og skóg eða fara fetið á hestbaki.  Hið fræga ístölt verður á Egilsstaðavíkinni 21. febrúar.

borgarfjrur8_vefur.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.