Allar fréttir

Auglýst eftir forstöðumanni Rannsókna- og fræðaseturs HÍ á Austurlandi

Stjórn Stofnunar fræðasetra Háskóla Íslands hefur auglýst laust til umsóknar starf forstöðumanns Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands á Austurlandi, sem staðsett er á Egilsstöðum. Setrið er vettvangur fyrir samstarf  Háskóla Íslands við sveitarfélög á Austurlandi, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. Það starfar m.a. í náinni samvinnu við Þekkingarnet Austurlands.

hi.jpg

Lesa meira

Hönnunar- og gæðanám að hefjast

Hönnunar- og gæðanám á vegum Þekkingarnets Austurlands og Menningarráðs Austurlands hefst 26. mars og stendur fram til 27. maí. Um er að ræða nám fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem vinna við handverk og smáiðnað til að bæta þekkingu á sviði hönnunar, markaðssetningar og gæða. Námið er ætlað fólki sem vinnur í mismunandi hráefni svo sem tré, járn og textíl.
spor__sandi.jpg

Lesa meira

Til varnar Eskju hf.

Sigurjón Þórðarson skrifar:      Í fréttaskýringaþætti RÚV upplýstist hve grænir Íslendingar geta verið fyrir lymskulegum áróðri græningja. Verksmiðjustjórinn vildi nokkuð örugglega gera vel við erlenda fréttamenn og frændur sem sýndu fiskimjölsverksmiðjunni áhuga. Fréttamennirnir þökkuðu fyrir sig og klipptu saman glannaleg ummæli og kjánaaðfarir verksmiðjustjórans við veiðar. Tilgangurinn var eflaust að undirstrika hvers konar umhverfishryðjuverk færu fram á Íslandi.

Lesa meira

Ríkið yfirtaki eignir skuldara

L-listi fullveldissinna vill að ríkið stofni sérstakan sjóð sem yfirtekur fasteignir þeirra fjölskyldna sem hafa skuldsett sig umfram fjárhagslega getu. Fyrri eigendur fái síðan forleigurétt og forkaupsrétt að eignunum. Aðferð þessi er þekkt og var notuð hér á landi með góðum árangri í Kreppunni miklu á fjórða áratug 20. aldar.
lveldisflokkurinn.jpg

Lesa meira

Gunni Þórðar væntanlegur

Egilsbúð í Neskaupstað efnir til tónleika með hinum ástsæla tónlistarmanni Gunnari Þórðarsyni næstkomandi laugardag. Gunnar fer yfir langan og farsælan feril sinn í tali og tónum og lög eins og Gaggó Vest, Þitt fyrsta bros, Fyrsti kossinn, Bláu augun þín, Ég elska alla og Harðsnúna Hanna munu væntanlega óma um salinn og ylja tónleikagestum. Ýmislegt er framundan í Egilsbúð og svo dæmi sé tekið verður þar pókermót dagana 17. og 18. apríl.

gunni_rar.jpg

Ferðafagnaður 18. apríl

Nú er í undirbúningi Ferðafagnaður á landsvísu (hét áður Ferðalangur í heimabyggð) sem er hugsaður sem kynningar- og hátíðisdagur íslenskrar ferðaþjónustu, 18. apríl. Grunnhugmyndin er að ferðaþjónustan veki athygli á skemmtilegri og víðfeðmri starfsemi sinni og geri almenning meðvitaðri um allt það góða sem ferðaþjónustan hefur upp á að bjóða. Viðburðurinn hefur vaxið ár frá ári. Reynslan sýnir að íbúar kunna vel að meta að kynnast þeirri fjölbreyttu afþreyingu sem er í boði á heimaslóð. Fyrir ferðaþjónustuna er þetta frábært tækifæri til að kynna það sem er í boði fyrir ferðamenn.

feralangur3.jpg

 

Lesa meira

Eskja harmar vinnubrögð sænska sjónvarpsins

Eskja hf. á Eskifirði hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem umfjöllun sænska ríkissjónvarpsins um mjölvinnslu fyrirtækisins í þættinum Uppdrag Granskning sem sýndur var 25. febrúar er hörmuð. Í þættinum var rætt við Hauk Björnsson, þáverandi framkvæmdastjóra Eskju og Hauk Jónsson verksmiðjustjóra. Fréttaauki Sjónvarps fjallaði um þátt sænska sjónvarpsins í gær. logo.gif

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.