Heilsueflingarverkefnið Heil og sæl í vinnunni, sem Lýðheilsustöð og Vinnueftirlitið standa að, veitti á dögunum fjórum fyrirtækjum/skólum viðurkenningu sem fyrirmyndarvinnustaðir, þ.e. Actavis, leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði, Íslandspósti og Snælandsskóla í Kópavogi.
Bjarmi Hreinsson, sextán ára frjálsíþróttamaður úr Hetti, hefur um
helgina æft með úrvalshóp Frjálsíþróttasambands Íslands. Alls eru í
úrvals- og afrekshópnum 109 unglingar á aldrinum 15-22 af öllum aldri
til æfinga.
Framkvæmdaráðs Sambands sveitarfélaga á Austurlandi ályktaði á fundi sínum 23. mars. sl. um rekstur Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) og sendi ráðherra heilbrigðismála:,,Eftir ágætan fund með þér heilbrigðisráðherra á Egilsstöðum 10. mars sl og síðan fund framkvæmdaráðs SSA með framkvæmdastjóra HSA 23. mars hafa málin eðlilega verið rædd hér heimafyrir. Þungi er allnokkur í umræðunni. Það er krafa samfélagsins hér á Austurlandi að grunnþjónustan verði varin og hún ekki skert.
Í haust stendur til að halda stóra flugslysaæfingu á Egilsstaðaflugvelli. Um er að ræða almannavarnaæfingu og umfangsmikla dagskrá samhliða, svo sem fyrirlestra og námskeið. Allir viðbragðsaðilar sem skilgreindir eru í flugslysaáætlun fyrir Egilsstaðaflugvöll eru boðaðir til æfingarinnar, sem haldin verður af almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Flugstoðum.
Hinn ízlenski Þursaflokkur og Páll Óskar og hörpuleikarinn Monika
Abendroth, ásamt strengjasveit, eru aðalnúmer tónlistarhátíðarinnar
Bræðslunnar á Borgarfirði eystri sem haldin verður þar helgina 24. –
26. júlí.
Ásta Hafberg Sigmundsdóttir skrifar: Eftir hrun bankanna í október síðastliðnum höfum við sem búum hér í þessu landi þurft að taka margt til endurskoðunar. Spurningar sem hafa vaknað hjá mér persónulega eru til dæmis: Hvers vegna voru gildin sem okkur voru kennd s.s heiðarleiki, réttlæti og styrkur ekki í hávegum höfð?