Allar fréttir

Framtíðarhagsmunir í verndun norðurslóða

,,Framtíðarhagsmunir okkar sem þjóðar felast í verndun norðurslóða fyrir mengun og að hlýnun fari þar ekki úr böndunum. Því ætti Ísland að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að öll áform um olíu- og gasvinnslu í Norður-Íshafi verði stöðvuð og alþjóðlegt samkomulag verði gert um verndun þessa svæðis í líkingu við það sem í gildi er umhverfis suðurheimsskautið," skrifar Hjörleifur Guttormsson í grein í Morgunblaðinu í vikunni.

drekasv_772090.jpg

Lesa meira

Megum við fá meira að heyra?

Sjaldan hefur verið mikilvægara en nú að hlú að fólki með góðar hugmyndir. Hér á Austurlandi úir og grúir af slíku fólki. Hugmyndirnar eru sumar hverjar hrein snilld og borðleggjandi, aðrar eiga lengra í land en samt fullan rétt á sér.

1386-0803-1112-1555.jpg

Lesa meira

Nýr og skemmtilegur Austurgluggi!

Nýr Austurgluggi kom út í dag.

Meðal efnis í blaðinu er umfjöllun um hversu raunverulegir möguleikar Vopnfirðinga og Langnesinga til uppbyggingar í tengslum við olíuleit á Drekasvæðinu eru, fjallað er um mótmælafundinn á Egilsstöðum síðastliðinn laugardag, veiðikvóta hreindýra í ár og þorrablótsvertíðina á Austurlandi. Magnús Már Þorvaldsson skrifar samfélagsspegil blaðsins að þessu sinni og matgæðingurinn er á sínum stað með lystilegar uppskriftir.

Austurglugginn fæst á öllum betri blaðsölustöðum á Austurlandi. Áskriftarsími er 477-1571. ax005-538.jpg

Kyndistöð á Hallormsstað

Um allnokkurt skeið hefur verið unnið að undirbúningi tilraunaverkefnis í húshitun á Hallormsstað. Áætlað er að setja upp tæknivædda kurlkyndistöð sem sér grunnskólanum, íþróttahúsinu, sundlauginni, Hússtjórnarskólanum, hóteleiningu og nokkrum íbúðarhúsum á staðnum fyrir kyndingu, en undirbúningur er nú á lokastigi.

kyndist.jpg

Lesa meira

Að hvetja eða letja til lesturs

Elma Guðmundsdóttir skrifar:

Ég er ein þeirra sem nota bókasafnið mjög mikið og hef alltaf gert. Hugsa að ég hafi byrjað að nota safnið um 10 – 12 ára aldur og allar götur síðan. Mikið vatn er til sjávar runnið síðan þá og margt breyst til batnaðar og er þá fyrst að telja glæsilega aðstöðu sem safnið er nú loksins komið í. Meiri bókakostur er nú fyrir hendi og meira segja tölva á staðnum fyrir gesti.

bkur_vefur.jpg

Lesa meira

Snarpar hviður í Öræfasveit

Búast má við mjög snörpum vindhviðum í Öræfasveit og NV-lands, að sögn Veðurstofunnar. Norðaustan og austan 8-15 metrar á sekúndu eru víðast hvar á landinu en 13-18 m/s norðvestanlands og með suðausturströndinni. Síðdegis lægir suðaustanlands en áfram verður hvassviðri norðvestantil á landinu. Búist er við rigningu með köflum en slyddu eða snjókomu til fjalla  en úrkomulítið á Norðurlandi og austanlands um hádegi. Hiti verður 1 til 8 stig, hlýjast suðaustanlands. 

Lesa meira

AFL Starfsgreinafélag segir almenning hafa skömm á stjórnvöldum

Á stjórnarfundi AFLs Starfsgreinafélags í gærkvöld var eftirfarandi ályktun samþykkt:  "Stjórn AFLs Starfsgreinafélags undrast aðgerðarleysi stjórnvalda í þeim vanda sem efnahagsmál þjóðarinnar eru í. Þolinmæði íbúanna eru á þrotum og mótmæli á götum úti aukast frá degi til dags. ...

mtmli_vefur_1.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.