Allar fréttir

Ásta Hafberg í fyrsta sæti hjá Frjálslynda flokknum í NA

Kjördæmisráð Frjálslynda flokksins í Norðausturkjördæmi hefur lokið við framboðslista sinn fyrir komandi kosningar. Fyrsta sæti listans skipar Ásta Hafberg Sigmundsdóttir verkefnastjóri á Fáskrúðsfirði og Axel Yngvason verkamaður á Kópaskeri skipar annað sætið. Kári Þór Sigríðarson búfræðingur frá Akureyri er í þriðja sæti og Eiríkur Guðmundsson nemi á Djúpavogi í því fjórða.

frjlslyndi_flokkurinn_vefur.gif

 

Lesa meira

Gott í gogginn: Silungur, salat og gratineraður kjúklingur

Að vanda kemur Austurglugginn þeim til hjálpar sem vita ekki gjörla hvað á að hafa í matinn um helgina og birtir bestu eldhúsleyndarmál matgæðinga blaðsins á vefnum. Uppskriftir að þessu sinni koma frá Dagmar Jóhannesdóttur. Hún býður okkur upp á léttan og ljúfan helgarmat.

trout.jpg

Lesa meira

Krakkarnir í Hallormsstaðarskóla sigruðu í Skólahreysti

Skólahreysti MS var á Austurlandi í gær og kepptu grunnskólar fjórðungsins í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum að viðstöddum mörghundruð gestum. Þröngt var á þingi og feiknamikil stemning þegar blásið var til níunda og síðasta riðils keppninnar.
Hallormsstaðarskóli stóð uppi sem sigurvegari skóla á Austurlandi, með 52,5 stig. Vopnafjarðarskóli náði öðru sæti með 47,5 stig og í þriðja sæti varð Grunnskóli Hornafjarðar.

sklahreysti.jpg

Lesa meira

700IS Hreindýraland hefst á morgun

Alþjóðlega kvikmynda- og myndbandshátíðin 700IS Hreindýraland opnar annað kvöld með pomp og prakt í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.
700IS hverfist í ár um myndbandsinnsetningar átta listamanna. Fjórir gestasýningarstjórar frá svipuðum hátíðum eru einnig komnir á svæðið og sýna verk sín.
Sjá nánar á vefnum www.700.is. Hér í framhaldinu er birt dagskrá hátíðarinnar.

700is_juliesparsdamkjaer.jpg

Lesa meira

LME frumsýnir Go.com Air í kvöld

Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum, LME, frumsýnir í kvöld kl. 20 leikritið Beðið eftir Go.com Air, (Go-dot-com Air) eftir Ármann Guðmundsson. Leikritið fjallar um hóp Íslendinga sem eru staddir í flugstöð erlendis á leið heim. Þeir lenda í ýmsum hrakningum, sem skapast af seinkun á fluginu.

ti0126096.jpg

 

Lesa meira

Bikarmót SKÍ í Oddsskarði

Bikarmót Skíðasambands Íslands í flokki 13 til 14 ára verður haldið í Oddsskarði á laugardag og sunnudag.  Veðurútlit er með ágætum. Mótið er skipulagt af Skíðafélagi Fjarðabyggðar og fjórir af hátt í níutíu keppendum úr Fjarðabyggð. Keppendur koma af öllu landinu. Nánari upplýsingar um mótstilhögun fást á vefsíðunni www.oddsskard.is.

oddsskard_feb_2008_098.jpg

Lesa meira

Vara við endalokum íslensks landbúnaðar innan vébanda Evrópusambandsins

Aðalfundur Landssamtaka sláturleyfishafa, haldinn í Reykjavík 19. mars 2009, varar eindregið við hugmyndum um inngöngu Íslands í Evrópusambandið. ,,Það er alveg ljóst að innganga Íslands í Evrópusambandið myndi á fáum árum orsaka endalok íslensks landbúnaðar eins og hann er í dag. Þúsundir starfa myndu tapast og breyting verða á byggð landsins. Matvælalegt sjálfstæði þjóðarinnar verður ekki tryggt nema með öflugum íslenskum landbúnaði," segir í ályktun samtakanna.

1012288.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.