Innan við tvær milljónir að austan
Stuðningur austfirskra fyrirtækja við stjórnmálaflokka árið 2007 var tæp 1,8 milljón íslenskra króna. Þrjú framboð af sex skiptu styrkjunum með sér.
Stuðningur austfirskra fyrirtækja við stjórnmálaflokka árið 2007 var tæp 1,8 milljón íslenskra króna. Þrjú framboð af sex skiptu styrkjunum með sér.
Sparisjóður Norðfjarðar er einn sex sparisjóða sem óskað hafa eftir aðstoð ríkisins samkvæmt nýlegum lögum um framlag ríkissjóðs til sparisjóða.
Verkefnastaða jarðvinnuverktaka á Fljótsdalshéraði er þokkaleg fyrir komandi vor og sumar. Austfirskir verktakar gætu mögulega leitað eftir verkefnum fyrir stóra erlenda aðila eins og Bechtel á erlendri grund.
Hátíðin 700IS hreindýraland.is var formlega opnuð í gærkvöld í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Ávörp fluttu Þórunn Hjartardóttir, verkefnisstjóri hátíðarinnar, Karen Erla Erlingsdóttir, menningar- og frístundafulltrúa Fljótsdalshéraðs og Áslaug Thorlacius, formaður SÍM og myndlistarmaður og opnaði hún sýninguna. Sýndar eru sjö myndbandsinnsetningar í Sláturhúsinu og óhætt að segja að þær eru forvitnilegar og gjörólíkar innbyrðis. Kristín Scheving er sem fyrr framkvæmdastjóri hátíðarinnar og upphafsmaður hennar. Karen Erla færði henni sérstakar þakkir fyrir ferskt og áhrifaríkt framlag til menningarstarfs í þágu sveitarfélagsins.
Valdimar O. Hermannsson skrifar: Á öllum tímum er bæði nauðsynlegt og skynsamlegt fyrir alla að staldra við og setja sér markmið fyrir komandi framtíð. Þetta á alls ekki einungis við um áramót, þegar fólk gjarnan stígur á stokk og setur sér háleit markmið fyrir árið, um persónulegan árangur í m.a. að taka sig nú á í ræktinni, aukna útivist og að ná betri árangri í vinnu eða íþróttum.
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi samþykkti í dag tillögu kjörnefndar um framboðslista flokksins í kjördæminu við þingkosningar í vor.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.