Allar fréttir

Rannsókn verði hraðað

Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur áherslu á mikilvægi þess að rannsókn á máli yfirlæknis Heilsugæslu Fjarðabyggðar verði hraðað sem kostur er. Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur sent mál hans til skoðunar hjá ríkissaksóknara. Framkvæmdastjóri lækninga og forstöðumaður mannauðsmála hjá HSA sátu fund bæjarráðs 24. mars, þar sem farið var yfir þessi mál.

image0011.jpg

Lesa meira

Fyrstu nemar til jarðfræðisetursins í vor

 Gert er ráð fyrir að starfssemi jarðfræðiseturs á Breiðdalsvík verði komin vel af stað á vordögum, með móttöku fyrstu jarðfræðinemanna. Hugmyndin að Jarðfræðisetrinu kviknaði upprunalega hjá Ómari Bjarka Smárasyni jarðfræðingi sem var áhugamaður um að opnað yrði minjasafn um læriföður hans og prófessor, dr. George Leonard Patrick Walker.

jarfrisetur__breidalsvk.jpg

Lesa meira

Skapar væntanlega 15 ný störf

Ýmsar tillögur Norðausturnefndarinnar virðast ætla að verða að veruleika. Nýsköpunarmiðstöð mun verða sett á fót á Egilsstöðum og Húsavík fyrripart ársins og koma á upp mennta-, menningar- og nýsköpunarsetri á Vopnafirði. Á að veita átta milljónum króna til verkefnisins og ráða í 1,5 stöðugildi. Þá stendur til að ráða einn starfsmann á Seyðisfirði til að samþætta þar ýmiss konar menningarstarfsemi með aðkomu menningarstofnana sem þar eru fyrir.

Lesa meira

Minkur vildi inn hjá sóknarprestinum

Minkur gerði sig heimakominn á útidyratröppum sr. Láru G. Oddsdóttur prests á Valþjófsstað í Fljótsdal á dögunum. Hann lagðist á glugga og gerði sig líklegan til að komast inn, en hafði þó ekki erindi sem erfiði og haskaði sér burt skömmu síðar. Örlög hans réðust svo í hlöðunni næsta dag.minkur.jpg

Lesa meira

Þróttarstúlkur unnu með harðfylgi

Í gærkvöld var fyrsti leikurinn í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í blaki. Þróttur N vann Þrótt Reykjavík 3 - 2 í æsispennandi leik.

 

Lesa meira

Nýr Austurgluggi kominn út

Að vanda er fjölbreytt efni í fréttablaði Austfirðinga. Fjallað er meðal annars um endurfundinn íshelli í Eyjabakkajökli, stóra samhæfingaræfingu björgunarsveita á Austurlandi, opinber störf tíkurinnar Codie og litið er inn á opnun 700.IS Hreindýralands. Samfélagsspegillinn er í höndum Andrésar Skúlasonar á Djúpavogi og aðsendar greinar fjalla um Norðfjarðargöng og upplifun útlendings sem starfað hefur á Austurlandi síðustu árin. Auk frétta og íþrótta er svo matgæðingurinn sívinsæli með sínar lokkandi uppskriftir. Fæst á betri blaðsölustöðum.

agl_kominn_t.jpg

Grunnskóli Reyðarfjarðar frumsýnir í kvöld

Grunnskóli Reyðarfjarðar frumsýnir leikritið Ísvélina eftir Bjarna Jónsson í kvöld kl. 20. Leikstjórar eru Bryndís Júlíusdóttir og Unnur Sveinsdóttir. Sýnt verður í Félagslundi Reyðarfirði og næstu sýningar á morgun, föstudag, kl. 18 og 20. Sýningin er hluti af Þjóðleiksverkefninu.

ti0126096.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.