Landbúnaðarráðherra kynnir nýja skýrslu um kornrækt og tækifæri hennar í dag. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um stöðu kornræktarinnar, hagkvæmni og markaðslegar forsendur ásamt því að meta framtíðarhorfur greinarinnar.
Á dögunum stofnaði bókaforlagið Uppheimar nýjan bókaklúbb á Netinu, Undirheima. Klúbburinn, sem er án nokkurra skuldbindinga, býður upp á norrænar glæpasögur í hæsta gæðaflokki á hagstæðum kjörum.
Um þessar mundir og á næstu vikum koma út eftirtaldar bækur hjá Undirheimum: Land tækifæranna eftir Ævar Örn Jósepsson, Þar sem sólin skín eftir Lizu Marklund, Rauðbrystingur eftir Jo Nesbø, Óheillakrákan eftir Camillu Läckberg og Kallaðu mig prinsessu eftir Söru Blædel.
Á laugardagskvöldið var árs- og uppskeruhátíð Blaksambandi Íslands. Þar kom kvennalið Þróttar sterkt inn í verðlaunaafhendinunum en veitt voru eftirfarandi verðlaun í kvennaflokki:
Snjókoma eða éljagangur er á norðan- og austanverðu landinu, en annars bjart með köflum. Dregur smám saman úr vindi og ofankomu þegar líður á daginn. Norðan og norðvestan 5-13 og víða dálítil él á morgun. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum. Á Norðausturlandi er snjóþekja og éljagangur og þungfært um Mývatnsöræfi. Á Austurlandi er hálka á öllum vegum og snjóþekja. Þæfingsfærð er á Vopnafjarðarheiði. Skafrenningur og hálka er á Fjarðarheiði, hálka á Oddsskarði, skafrenningur og hálka á Fagradal Ófært er um Breiðdalsheiði og snjór og hálka á Vatnsskarði.
Sveitarfélagið Fljótsdalshérað úthlutaði fyrir skömmu styrkjum að upphæð kr. 600.000.- til íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsmála fyrir árið 2009. Sjö umsóknir bárust.
Sveitarfélagið Fljótsdalshérað úthlutaði á dögunum styrkjum til menningarstarfs fyrir árið 2009. Sautján umsóknir bárust. Félag skógarbænda á Héraði hlaut hæsta styrkinn, kr. tvö hundruð þúsund, vegna skógardagsins mikla í Hallormsstað.
Ég hef hugsað mikið um það eftir fall bankakerfisins okkar og því sem á eftir hefur fylgt hvað á að gera fyrir okkur hér í þessu landi. Einhvern veginn sit ég í hvert skipti sem nýjar lausnir og hugmyndir koma upp á borðið varðandi heimilin og skuldastöðu þeirra með annað hvort óbragð í munninum eða tilfinningu fyrir því að ekki hafi verið hugsað lengra en til dagsins á morgun þegar hugmyndinni var komið á framfæri.