Allar fréttir

Íslensk kornrækt á aukna möguleika

Landbúnaðarráðherra kynnir nýja skýrslu um kornrækt og tækifæri hennar í dag. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um stöðu kornræktarinnar, hagkvæmni og markaðslegar forsendur ásamt því að meta framtíðarhorfur greinarinnar.

 

Lesa meira

Nýr bókaklúbbur á Netinu – Undirheimar

Á dögunum stofnaði bókaforlagið Uppheimar nýjan bókaklúbb á Netinu, Undirheima. Klúbburinn, sem er án nokkurra skuldbindinga, býður upp á norrænar glæpasögur í hæsta gæðaflokki á hagstæðum kjörum.

Um þessar mundir og á næstu vikum koma út eftirtaldar bækur hjá Undirheimum: Land tækifæranna eftir Ævar Örn Jósepsson, Þar sem sólin skín eftir Lizu Marklund, Rauðbrystingur eftir Jo Nesbø, Óheillakrákan eftir Camillu Läckberg og Kallaðu mig prinsessu eftir Söru Blædel.

tharsemsolinskin_kapa.jpg

Lesa meira

Þróttur Nes raðar inn verðlaunum

Á laugardagskvöldið var árs- og uppskeruhátíð Blaksambandi Íslands. Þar kom kvennalið Þróttar sterkt inn í verðlaunaafhendinunum en veitt voru eftirfarandi verðlaun í kvennaflokki:

rttur_nes_lg.jpg

Lesa meira

Vegfarendur sýni aðgæslu

Snjókoma eða éljagangur er á norðan- og austanverðu landinu, en annars bjart með köflum. Dregur smám saman úr vindi og ofankomu þegar líður á daginn. Norðan og norðvestan 5-13 og víða dálítil él á morgun. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum. Á Norðausturlandi er snjóþekja og éljagangur og þungfært um Mývatnsöræfi. Á Austurlandi er hálka á öllum vegum og snjóþekja. Þæfingsfærð er á Vopnafjarðarheiði. Skafrenningur og hálka er á Fjarðarheiði, hálka á Oddsskarði, skafrenningur og hálka á Fagradal Ófært er um Breiðdalsheiði og snjór og hálka á Vatnsskarði.

veur_net.jpg

Fljótsdalshérað styrkir menningarstarf

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað úthlutaði á dögunum styrkjum til menningarstarfs fyrir árið 2009. Sautján umsóknir bárust. Félag skógarbænda á Héraði hlaut hæsta styrkinn, kr. tvö hundruð þúsund, vegna skógardagsins mikla í Hallormsstað.

fljtsdalshra_bjarmerki.jpg

Lesa meira

Hvað eru raunhæfar lausnir fyrir heimilin í landinu?

Ásta Hafberg Sigmundsdóttir skrifar:  

Ég hef hugsað mikið um það eftir fall bankakerfisins okkar og því sem á eftir hefur fylgt hvað á að gera fyrir okkur hér í þessu landi. Einhvern veginn sit ég í hvert skipti sem nýjar lausnir og hugmyndir koma upp á borðið varðandi heimilin og skuldastöðu þeirra með annað hvort óbragð í munninum eða tilfinningu fyrir því að ekki hafi verið hugsað lengra en til dagsins á morgun þegar hugmyndinni var komið á framfæri.

sta_hafberg_sigmundsdttir.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.