Afmælishátíð Súlunnar

Ungmennafélagið Súlan á 80 ára afmæli í ár. Af því tilefni verður mikið um dýrðir á Stöðvarfirði nú um helgina.

 

Image Afmælishátíðin hefst á laugardaginn kl. 14:00 með vígslu nýs sparkvallar. Að því loknu fer fram Róbert Jack-mótið í knattspyrnu en þar etja heimamenn kappi við nágranna sína úr Breiðdal. Þar á eftir bjóða sveitarfélagið Fjarðabyggð og KSÍ gestum upp á kaffiveitingar.

 

Hátíðardagskráin heldur áfram kl. 17:00 en þá sýnir leikhúsið Frú Norma leikverkið Soffía mús á tímaflakki. Frú Norma er eina atvinnuleikhús á Austurlandi og gaman er að segja frá því að höfundur leikverksins og tónlistarinnar við það, systurnar Sigríður Lára og Bára Sigurjónsdætur eru einnig héðan að austan.

 

Klukkan 20:00 fer síðan fram golfmót á golfvelli staðarins.

 

Hátíðin heldur áfram á sunnudag og hefst þá dagskráin með sprelli í sundlaug staðarins kl. 11:00. Sundlaugin er einmitt 25 ára á þessu ári. Þarna verður sprellað eitthvað fram eftir degi.

 

Árlegt minningarhlaup um Önnu Maríu verður hlaupið kl. 14:00.

 

Að síðustu verður svo k. 16:00 haldin grillveisla á ræktarsvæði skógræktarfélagsins Nýgræðings. Það félag fagnar einmitt einnig stórafmæli í ár en það er 65 ára.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.