Allar fréttir

Sjóminja- og smiðjusafnið er afrakstur ástríðufulls safnara

Haldið var upp á það í Safnahúsi Neskaupstaðar að þann 21. júní voru 100 ár liðin frá fæðingu Jósafats Hinrikssonar, sem Sjóminja – og smiðjusafnið í húsinu er kennt við. Í ár eru einnig 20 ár liðin frá því að safnið hans opnaði fyrst í húsinu sem einnig er 100 ára í ár.

Lesa meira

Rúmlega helmingur viðtala nemenda VA vegna vanlíðunar

Leiki vafi í hugum einhverra hve einmanaleiki og almenn vanlíðan ungmenna Austurlands er stórt vandamál gæti sú staðreynd að vel um helmingur allra nemenda Verkmenntaskóla Austurlands (VA) sem leita til ráðgjafa skólans gera slíkt vegna vanlíðunar skipt sköpum.

Lesa meira

Alifuglar á vappi í iðnaðarhverfi Egilsstaða

Hópur af alifuglum hefur vakið talsverða athygli fólks sem starfar við götuna Miðás á Egilsstöðum, oft nefnt iðnaðarhverfið. Eigandinn segir þær hafa tekið þátt í bæjarlífinu þegar fór að hausta.

Lesa meira

Skera tónlist á vínylplötur með gamla laginu

Í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði, þar sem hljóðverið Stúdíó Síló er til húsa, er nýverið farið að bjóða tónlistarfólki upp á að gefa tónlist sína út á vínylplötum, sem skorar eru á staðnum.

Lesa meira

Um 200 manns sótti samstöðufund gegn fiskeldi á Seyðisfirði

Um 200 manns sóttu samstöðufund VÁ – félags um verndun fjarðar gegn áformum um fiskeldi í Seyðisfirði sem haldinn var í Herðubreið á laugardagskvöld. Formaður félagsins segir stundina hafa snúist um að sýna samtakamátt sem sé sterkari en sérhagsmunaöfl.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.