Allar fréttir
Frumsýna baráttumyndband gegn sjókvíaeldi á samstöðufundi
VÁ – félag um verndun fjarðar, hefur boðað til samstöðufundar gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði í félagsheimilinu Herðubreið á morgun. Þar verður frumsýnt myndband sem á að vekja athygli á baráttu Seyðfirðinga sem ætla á táknrænan hátt að draga línu í sjóinn.Umferðaróhöpp á Fjarðarheiði og Fagradal í hálku
Lögreglan á Austurlandi varar við hálku á vegum á Austurlandi. Óhöpp hafa orðið á Fagradal og Fjarðarheiði en engin slys á fólki.Eyrin heilsurækt ehf. kaupir öll tæki líkamsræktarinnar á Reyðarfirði
Eyrin heilsurækt hefur samið við Fjarðabyggð um kaup á öllum tækjabúnaði líkamsræktarinnar á Reyðarfirði. Búnaðurinn mun um áramótin færast úr íþróttahúsinu í húsnæði Eyrarinnar.Geðræktarmálþing á Egilsstöðum vakti marga til umhugsunar
Gestir á öðru málþingi Tónleikafélags Austurlands um geðræktarmál í víðu samhengi sem fram fór í Valaskjálf á Egilsstöðum í gær urðu margs vísari um ýmsa þá anga sem geðheilbrigðismál teygja sig til. Skipuleggjandinn hæstánægður með flotta mætingu og ekki síður mörg flott erindi sem vöktu marga til umhugsunar.
Um sex milljónir króna í bílastæðistekjur Isavia á Egilsstaðaflugvelli
Frá því að sú óvinsæla aðgerð að taka upp bílastæðagjöld við Egilsstaðaflugvöll var tekin af hálfu Isavia hefur fyrirtækið fengið um sex milljónir króna í kassann það sem af er.