Allar fréttir

Eiðavinir sammála að hleypa nýju lífi í félagið

Fyrsti aðalfundur samtakanna Eiðavina um fimm ára skeið fór fram um liðna helgi að Eiðum og þar var Gréta Sigurjónsdóttir kosinn nýr formaður. Mikill vilji er til að blása góðu lífi í samtökin á ný.

Lesa meira

Jens Garðar býður sig fram í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins

Jens Garðar Helgason, aðstoðarframkvæmdastjóri fiskeldisfyrirtækisins Kaldvíkur og fyrrum bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, hefur tilkynnt að hann ætla að bjóða sig fram sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum.

Lesa meira

Engin loðna þýðir tjón fyrir fólk, fyrirtæki og samfélagið allt

Annað árið í röð gefa fyrstu mælingar Hafrannsóknarstofnunar til kynna að loðnustofninn kringum landið sé ekki nógu sterkur til að leyfðar verði nokkrar veiðar þennan veturinn. Tjónið af slíku yrði mikið að sögn framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar.

Lesa meira

Njáll Trausti: Markmiðið að klára fjárlögin minnst tveimur vikum fyrir kjördag

Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og formaður fjárlaganefndar, trúir því að þingmenn verði samhentir í því verki að klára fjárlög næsta árs áður en gengið verður til kosninga. Ný ríkisstjórn geti síðan gert breytingar á henni. Hann segir að sitjandi ríkisstjórn hafi verið komin á endastöð.

Lesa meira

Upplýsingar með SMS um snjóflóðahættu á Fagradal

Vegagerðin mun í haust hefja sendingar á SMS-boðum um snjóflóðahættu á veginum um Fagradal. Gerast þarf áskrifandi að boðunum. Slík þjónusta hefur reynst vel á öðrum vegum landsins þar sem mikil snjóflóðahætta ríkir.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.