Frakkinn Antoine Cailloce lauk í vor við meistararitgerð sína um áhrif veru Frakka á Fáskrúðsfirði á hvernig staðurinn hefur þróast í nútímanum. Hann segir dulin tengsl við Frakkland finnast við nánast hvert fótmál á Fáskrúðsfirði. Þau birtist sterkast í útgerðarsögunni, ferðaþjónustunni og sjálfsmynd íbúa - hvort sem þeir eru innfæddir eða aðfluttir.
Kennarafélag Verkmenntaskóla Austurlands telur að íslenska ríkið hafi ekki staðið við kjarasamninga frá 2016 um að jafna laun og lífeyrisréttindi milli opinberra starfsmanna og almenns vinnumakaðar.
Björgunarsveitir af Austurlandi og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út um klukkan hálf þrjú í dag vegna gruns um að einstaklingur hafi fallið í Jökulsá við Stuðlagil. Víðtæk leit er hafin.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, áformar að breyta fjarskiptalögum á næsta ári til að tryggja sambúð sjókvíaeldis og sæstrengja.
Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í 10 mánaða fangelsi fyrir ofbeldi í garð fyrrum kærustu, núverandi sambýliskonu og sjúkraflutningamanni. Dómurinn er skilorðsbundinn þar sem maðurinn þykir hafa tekið sig á í lífinu en honum verður skipaður tilsjónarmaður á meðan skilorðinu stendur.
Íslenska ríkið hefur fallið frá kröfum í um það bil helming þeirra eyja og skerja sem það fór upphaflega fram á að yrðu gerðar að þjóðlendum. Hafnarhólmi við Borgarfjörð er meðal þeirra sem falla út eftir endurskoðun. Áfram er þó gerð krafa í ríflega 100 eyjar og sker á Austurlandi.