Allar fréttir

Vegna mistaka við prentun Austurgluggans

Við prentun Austurgluggans í þessari viku urðu þau mistök að fjórar síður frá síðustu viku voru endurprentaðar en fjórar síður, sem áttu að vera í blaði vikunnar, féllu niður.

Lesa meira

Flytja sönglög frá lýðveldistímanum

Kammerkór Egilsstaðakirkju flytur á sunnudagskvöld dagskrá þar sem sungin verða íslensk sönglög frá stofnun lýðveldisins. Þeim, sem deila afmælisári með lýðsveldinu, er boðið frítt á tónleikana. Tónleikar verða víðar um fjórðunginn um helgina.

Lesa meira

Stolt af tengslunum við Gravelines

Gravelines í Frakklandi hefur til margra ára verið vinabær Fáskrúðsfjarðar og síðar Fjarðabyggðar. Lögð er rækt við að viðhalda þeim tengslum. Þar er haldin Íslandshátíð á hverju hausti sem fulltrúar frá Fjarðabyggð sækja.

Lesa meira

Spila körfubolta sleitulaust í átta tíma

Drengir í 10. flokki Hattar standa í kvöld fyrir körfuboltamaraþoni þar sem þeir spila stanslaust í átta tíma. Það er haldið til að safna fyrir æfingaferð til Spánar í júní.

Lesa meira

Öflugt og metnaðarfullt uppbyggingarstarf hjá FHL

Í sumar verður mikið um að vera í kvennaknattspyrnunni hjá FHL. Meistaraflokkur félagsins spilar áfram í næstu efstu deild, Lengjudeildinni. Auk þess var í ár tekin ákvörðun um að senda til leiks lið í keppni U-20 ára liða.

Lesa meira

Vill að fallið verði frá breytingum á skólum Fjarðabyggðar fyrir næsta skólaár

Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, bæjarfulltrúi Fjarðalistans í Fjarðabyggð, vill að bæjarfélagði gefi það út að ekki verði farið í fyrirhugaðar skipulagsbreytingar á skólum sveitarfélagsins fyrir næsta skólaár. Hún óttast að áformin hafi þegar haft þau áhrif að margt fagfólk hafi ákveðið að hætta. Formaður bæjarráðs segir slíkar yfirlýsingar ótímabærar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar