Allar fréttir

Umtalsvert meiri veiði í Hofsá en í fyrrasumar

Laxveiðin í Hofsá hefur gengið umtalsvert betur í sumar en í fyrrasumar. Í morgun voru 804 laxar komnir úr ánni miðað við rétt um 700 á sama tíma í fyrra. Stærsti laxinn í sumar hingað til var 20 pund að stærð.

Lesa meira

Fyrstu bíósýningar í Herðubreið með tveggja metra reglunni

Í gærkvöldi voru aftur hafnar bíósýningar í menningar- og félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði eftir nokkuð hlé. Búið er að breyta fyrirkomulaginu í kvikmyndasalnum þannig að tekið er fullt tillit til 2ja metra reglunnar. Myndirnar sem í boði verða eru Síðasta veiðiferðin, Tröll tónleikaferðin og Amma Hófí.

Lesa meira

Formaður Sögufélags Austurlands segir nafnið Múlaþing villandi

Sigurjón Bjarnason formaður Sögufélags Austurlands segir að sínu viti væri í besta falli villandi og í versta falli ókurteisi gagnvart þeim sem búa utan hins nýja sveitarfélags, en innan hins eiginlega Múlaþings, að nefna hið nýstofnaða sveitarfélag þessu nafni. Þetta kemur fram í erindi sem Sigurjón sendi sveitarstjórnum Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjaðarkaupstað, Dúpavogshreppi og Borgarfjarðarhreppi.

Lesa meira

Nauðsynlegt að loka réttum fyrir almenningi

Guðfinna Harpa Árnadóttir formaður Landssambands sauðfjárbænda segir að það hafi verið talið nauðsynlegt að loka réttum í haust fyrir almenningi vegna COVID. Guðfinna er bóndi á bænum Straumi í Hróarstunguhreppi.

Lesa meira

Sérkennileg norðurljós í Hallormsstaðaskógi

Þeir sem búa í Hallormsstaðaskógi og nágrenni gátu séð norðurljósinn aðfararnótt sunnudagsins. Voru þau óvenjuskær miðað við árstíma og nokkuð sérkennileg í laginu.

Lesa meira

Almenningur útilokaður frá réttum í haust

Almenningi, og ferðamönnum, verður meinað að heimsækja réttir í haust. Þetta hefur verið ákveðið í samráði sóttvarnayfirvalda, sveitarfélaga og bændasamtaka. Fyrstu réttir landsins eru um næstu mánaðarmót.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.