Allar fréttir

Stysta og versta ferðamannasumarið í yfir 15 ár

Friðrik Árnason eigandi Hótel Bláfells á Breiðdalsvík segir að sumarið í ár hafi verið stysta og versta ferðamannasumar hjá hótelinu í yfir 15 ár. Friðrik er búinn að loka veitingastað hótelsins og mun skella í lás á hótelinu sjálfu eftir helgina.

Lesa meira

Pólska listahátíðin Vor hefst í dag

Pólska lista- og menningarhátíðin Vor/Wiosna verður opnuð í Sláturhúsinu menningarmiðstöð á Egilsstöðum klukkan 18:00 í dag, föstudag.

Lesa meira

„Erum eiginlega orðlaus“

Systkinin Eva Björk, Erna Rósa og Hannes Ívar Eyþórsbörn fara fyrir hópi hlaupara sem hlaupa til styrktar föður þeirra, Eyþóri Hannessyni, í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið. Eyþór, sem hefur vakið athygli fyrir að tína rusl samhliða því að fara út að hreyfa sig víða á Austurlandi, hefur barist við illvígt krabbamein síðustu tvö ár.

Lesa meira

„Aldrei búist við að allir væru fyllilega meðvitaðir á fyrsta degi“

Skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu segir að ekki hafi verið hægt að ætlast til þess að allir þeir ferðamenn sem kæmu til landsins í dag væru með nýjar reglur sóttvarnayfirvalda á hreinu. Hann segir íbúa á Austurlandi hafa verið vakandi fyrir ferðum farþega úr Norrænu í morgun.

Lesa meira

Einum færri með virkt smit

Fækkað hefur í hópi þeirra sem eru með virkt Covid-19 smit á Austurlandi. Lögregla þurfti að ítreka reglur um sóttkví við nokkra farþega sem komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.