Sundlaugin í Selárdal er orðin sjötug

Nú eru liðin 70 ár síðan að sundlaugin í Seldárdal í Vopnafirði var formlega vígð og tekin í notkun. Það var ungmennafélagið Einherji sem stóð að byggingu sundlaugarinnar á sínum tíma.

Bjartur Aðalbjörnsson fjallar um málið á heimasíðu Einherja. Þar segir að í gær, 13. ágúst, voru liðin 70 ár frá vígslu sundlaugarinnar í Selárgljúfrum í Selárdal en hún var vígð sumarið 1950. Í daglegu tali er hún oft nefnd Sundlaugin í Selárdal, Selárlaug eða Selárdalslaug. Bygging hennar var í höndum Einherja og komu allar deildirnar að byggingu hennar. 

Elstu heimildir um laugina er að finna í fundargerðum frá árinu 1936 en þá var strax farið að huga að byggingu hennar í bænum. Það var þó ekki fyrr en árið 1947 að hafist var handa um byggingu hennar. Hefur Seinni heimstryjöldin eflaust haft þar áhrif á.

Bjartur segir á heimasíðunni: „Á þessum tíma var Sundlaugin í Selárgljúfrum eina heita laug Austurlands og var strax talin einn fallegasti baðstaður landsins. Laugin er Vopnfirðingum kær og geta þeir verið stoltir af forfeðrum sínum er lögðu mikið á sig til að geta tryggt ungum sem öldnum öruggan og góðan baðstað.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.