Allar fréttir

Töluvert tjón af völdum skemmdarverks

Brotist var inn í sundlaugina á Egilsstöðum og þar unnin skemmdarverk, aðfararnótt sunnudagsins. Um talsvert fjárhagslegt tjón er að ræða, að sögn starfsmanns, því væntanlega þarf að skipta um dúkinn í lauginn. Laugin er samt sem áður opin fyrir gesti og gangandi.

Lesa meira

Uppskerutími hjá LAust

Í sumar hafa 14 ungmenni verið starfandi við listsköpun á vegum Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar undir merkjum LAust. Nú líður að uppskerutíma starfsins og hefst hann með sérstakri hátíð í dag.

Lesa meira

Gríðarleg úrkoma í kortunum á föstudag

Blíðuveður hefur verið víða um Austurland í dag, einkum á Héraði. En búast má við skörpum umskiptum á morgun og hefur Veðurstofan sent frá sér viðvaranir.

Lesa meira

Ekkert Covid-smit í fjóra mánuði

Ekkert Covid-19 smit hefur greinst á Austurlandi síðan í apríl og er landshlutinn einstakur hvað þetta varðar hérlendis. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, sem er í forsvari fyrir aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi segir að ekki sé til einhlít skýring á þessari stöðu.

Lesa meira

Sjaldséður gestur á Héraði

Í blíðviðrinu á Héraði á fimmtudag varð vart við afar sjaldséðan gest. Um var að ræða fiðrildi af tegundinni kólibrísvarmi sem aðeins hefur sést hérlendis í örfá skipti og aldrei áður á Austurlandi svo vitað sé.

Lesa meira

„Sauðkindin er táknmynd Íslands“

Í sumar hefur matarvagninum Fancy Sheep, sem þýða mætti sem „Fína kindin“ verið starfræktur á Seyðisfirði. Rekstraraðilar vagnsins segjast hafa hrifist af íslensku sauðkindinni á ýmsan hátt.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.