Allar fréttir

Lionsfélagar söfnuðu fyrir „Frelsinu“

Félagar í Lionsklúbbi Seyðisfjarðar afhentu nýverið íbúa á Seyðisfirði torfæruhjólastól til afnota. Markmiðið var að auðvelda honum ferðir bæði innanbæjar og utan.

Lesa meira

Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga fjárfestir í Responsible Foods

Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga hefur keypt 15% hlut í matvælafyrirtækinu Responseible Foods. Fyrirtækið þróar nýja tækni til að framleiða nasl úr íslensku hráefni. Stefnt er að því að starfsemi á vegum þess hefjist á Fáskrúðsfirði í byrjun næsta árs.

Lesa meira

Fimmtán ára skoraði tvö á Vilhjálmsvelli

Lið Hattar/Hugins hefur farið fremur illa af stað í upphafi móts og sat fyrir helgina á botni 3. deildar karla í knattspyrnu. Liðið náði sér hins vegar í mikilvæg stig þegar liðið hafði 3-1 sigur á Álftnesingum á sunnudag. Þorlákur Breki Þ. Baxter fór fyrir heimamönnum og skoraði tvö mörk, en hann er aðeins 15 ára gamall.

Lesa meira

Elta makrílinn yfir í síldarsmuguna

Makrílveiðar hafa gengið treglega og eru íslensku skipin nú að veiðum á alþjóðlegu hafsvæði, töluvert fyrr en í fyrra. Vonast er eftir góðum ágústmánuði en bjartsýnin er hófleg.

Lesa meira

Viktor þrefaldur Íslandsmeistari

Tveir keppendur frá UÍA mættu til leiks á Unglingameistaramót Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór í Hafnarfirði á dögunum. Alls uppskáru þeir fimm verðlaun.

Lesa meira

Kvöldverður á Nesi í fyrsta sinn á Eskifirði

Hljómsveitin Kvöldverður á Nesi frá Neskaupstað kemur saman á ný til að halda tónleika á Eskifirði. Hljómsveitin er ein af þeim sem aldrei hefur hætt þótt vart sé hægt að segja að hún hafi verið virki í meira en 30 ár. Hljómsveitin þótt með efnilegri sveitum Austurlands í byrjun níunda áratugarins en hún var upphaflega mynduð til að spila á því sem hljómsveitarmeðlimir lýstu sem „snobbkvöld.“

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.