Magnús Þór Ásmundsson, fyrrum forstjóri Alcoa Fjarðaáls, tók í gær við nýju starfi sem framkvæmdastjóri Faxaflóahafna. Magnús Þór hafði enga tengingu við Austurland þegar hann fluttist austur vorið 2009 en segist á tíu árum hafa myndað sterk tengsl við svæðið sem hann muni rækta áfram. Hann kveðst bjartsýnn á framtíð svæðisins sem eigi ýmis tækifæri. Það sé undir íbúum þess að nýta þau.
Ástand sundlaugarinnar á Reyðarfirði hefur ekki eingöngu áhrif á sundkennslu á staðnum heldur einnig gerð heimildamyndar um sundlaugar á Íslandi sem fyrirhugað er að frumsýna í haust.