Allar fréttir

Jódís Skúladóttir leiðir lista VG

Jódís Skúladóttir, lögfræðingur á Fljótsdalshéraði, leiðir lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Lesa meira

Kom að brúðguma um borð í hjólaskóflunni

Steinþóri Guðna Stefánssyni, framkvæmdastjóra Austurverks, varð heldur undrandi þegar hann kom að hjólaskóflu sinni á þriðjudag og hugðist fara að moka veginn yfir Fjarðarheiði. Í ökumannshúsi vélarinnar hitti hann fyrir erlendan ferðamann sem reyndist uppábúinn í brúðarfötum.

Lesa meira

Upprisu orgelsins fagnað í kvöld 

Í janúarmánuði fór fram gagnger hreinsun, viðgerð og stilling á pípuorgeli Egilsstaðakirkju og er það því orðið eins og nýtt. Verkið unnu þau Björgvin Tómasson orgelsmiður og kona hans, Margrét Erlingsdóttir rafvirki. Af því tilefni verður fagnað með orgel- og söngkvöldi í kirkjunni í kvöld, 5. mars kl. 20:00.

Lesa meira

Eldur í rafstöðinni í Neskaupstað í nótt

Eldur kviknaði í rafstöðinni í Neskaupstað í nótt. Slökkvilið Fjarðabyggðar var kallað út um tíu mínútur yfir fjögur í nótt. Greiðlega tókst að slökkva eldinn þrátt fyrir erfiða aðkomu. Minniháttar skemmdir urðu á húsi rafstöðvarinnar.

Lesa meira

Eldhúsyfirheyrslan: Lærði ung að baka vandræði!

Borgfirðingurinn Eyrún Hrefna Helgadóttir er mætgæðingur vikunnar að þessu sinni. Hún starfar á Minjasafni Austurlands og rekur kaffishúsið Fjóshornið á Egilsstöðum með manni sínum á sumrin.  Eyrún er í yfirheyrslu vikunnar. 

Lesa meira

Svona er umhorfs á Fjarðarheiði – Myndir

Vegurinn yfir Fjarðarheiði var lokaður nær samfleytt fá föstudagsmorgni til miðvikudagsmorguns. Þótt búið sé að ryðja veginn vel má enn sjá ummerki með mannhæðarháum ruðningum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.