Um miðnætti í nótt var skrifað undir nýja kjarasamninga milli samninganefndar sveitarfélaga og bæjarstarfsmanna innan BSRB. Þar með var boðuðum verkföllum aflýst.
Bann við öllum heimsóknum ættingja og annarra gesta, nema í sérstökum undantekningatilfellum, á hjúkrunarheimili og legudeildir á Austurlandi hefur tekið gildi. Bannið gildir uns annað er ákveðið.
Forsvarsfólk fimm sveitarfélaga sem byggja á uppsjávarveiðum, þar á meðal Fjarðabyggðar og Vopnafjarðarhrepps, lýsa yfir vonbrigðum með að ekki hafi verið gefinn út rannsóknarkvóti á loðnu. Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir að rannsaka verði loðnuna, sem sé einn af mikilvægustu fiskistofnum Íslendinga.
Hildur Þórisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, leiðir lista Austurlistans í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar á Fljótsdalshéraði, leiðir lista Framsóknarflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Almannavarnanefnd Austurlands beinir þeim tilmælum til íbúa að hver og einn gæti vel að sínu hlutverki í sóttvörnum. Almennt séu innviðir svæðisins vel í stakk búnir til að takast á við sóttvarnaráðstafanir og önnur verkefni sem komið geta upp vegna kórónaveirunnar Covid-19.
Sagði einhver Pisa-könnun. Er það ekki eitthvað sem lagt er fyrir ungt fólk á mótum þess að vera unglingar og börn, frekar en þar sem unglingar mæta hinum fullorðnu.