Allar fréttir

Gefur út sínu þriðju plötu á fimmtugsafmælinu sínu

Tónlistarmaðurinn Guðmundur Rafnkell Gíslason fagnar 50 ára afmæli sínu í dag meðal annars með því að gefa út sýna þriðju sólóplötu sem heitir Sameinaðar sálir. Guðmundur verður einnig heiðraður fyrir tónlistarferil sinn næstkomandi föstudag. Þá verða haldnir tónleikar honum til heiðurs þar sem margir þekktir tónlistarmenn koma fram og syngja lögin hans.

Lesa meira

Lýst er eftir grútarblautum fálka

Náttúrustofa Austurlands leitar eftir upplýsingum um grútarblautan fálka sem sést hefur á þvælingi undanfarið í kringum svæðið frá Ormsstöðum að Naustahvammi í Norðfirði. 

Lesa meira

Atlaga að öflugu fjölskyldusamfélagi á Reyðarfirði

Skólasund hefur farið fram til fjölda ára í innisundlaug á Reyðarfirði en sundlaugin er staðsett í íþróttahúsinu sem stendur við grunnskólann. Skipulagi sundkennslu hefur verið raðað á 8 vikur á haustin og vorin. Yfir veturinn er sett gólf yfir laugina og þar stundaðar skólaíþróttir sem og íþróttir utan skóla.

Lesa meira

Ráðherra telur þörf á að breyta lögum um smávirkjanir

Umhverfis- og auðlindaráðherra telur rétt að skoða lög sem undanskilja smávirkjanir frá rammaáætlun og mati á umhverfisáhrifum. Jafnframt þurfi að skoða arðgreiðslur og eignarhald orkufyrirtækja sem nýta nýja orkugjafa.

Lesa meira

Tæpum sextíu milljónum úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Austurlands

Sextíu verkefni deila með sér 57,8 milljónum króna sem úthlutað var úr Uppbyggingarsjóði Austurlands í dag. Listahátíðin LungA fær hæsta styrkinn. Af öðrum verkefnum sem fá hæstu styrkina má nefna þróun á spæni úr íslenskum smávið, frumflutningur á íslensku tónverki og dansskóla.

Lesa meira

„Ég bíð spennt eftir að Will Ferrell deili laginu líka“

Leikstjórinn og Héraðsbúinn fyrrverandi Guðný Rós Þórhallsdóttir gerði ásamt samstarfskonu sinni Birtu Rán Björgvinsdóttur tónlistarmyndbandið við Júróvisjónlag Daða og Gagnamagnsins Think About Things sem slegið hefur í gegn, nú síðast eftir að stórleikarinn Russell Crowe deildi því á Twitter.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.