Allar fréttir
Bændur bera sig bærilega á Efra-Jökuldal
Veðurofsinn í gær og nótt með tilheyrandi kulda hefur ekki haft alvarlegar afleiðingar á Efra-Jökuldal samkvæmt bónda á svæðinu. Einhver snjór hafi vissulega fallið og hitastigið sé lægra en spáin gerði ráð fyrir en menn séu öllu vanir.
Full ástæða til að taka veðrið alvarlega
Almannavarnir á Austurlandi beina því til fólks að vera sérstaklega ekki á vegum úti á kvöldin eða nóttunni í ljósi óveðurs sem spáð er næstu daga. Búið er að lengja í viðvörunum vegna þess.Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á Síldarvinnslunni og Samherja sjálfhætt
Samkeppniseftirlitið hefur hætt rannsókn sinni á hvort skilgreina eigi Síldarvinnsluna í Neskaupstað og Samherja sem eitt og sama fyrirtækið eftir að Síldarvinnslan féll frá kaupum á helmingshlut í Ice Fresh Seafood, sölufélagi Samherja. Eftirlitið hafnar ásökunum stjórnar Síldarvinnslunnar um að hafa gengið of langt í málinu.Barði NK losnaði frá bryggju
Uppsjávarveiðiskipið Barði NK losnaði að hluta frá bryggju í miklu hvassviðri í Neskaupstað í nótt. Smárúta með starfsfólk á leið af vakt í álverinu á Reyðarfirði fauk út af veginum milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar.Endurbyggingu Hafnarhólmsvegar lýkur með haustinu
Ef frátalin er töluverð endurnýjun á Almannaskarðsgöngum sem lýkur í þessum mánuði mun Vegagerðin halda áfram með eða hefja framkvæmdir við ein átta mismunandi verkefni á Austurlandi á næstu misserum.