Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkti á fundi sínum í gær að greiða rúmar 44 miljónir króna af skuld við Lífeyrissjóðinn Stapa vegna vangoldinna lífeyrisgreiðslna á árunum 2005-216. Meirihlutinn taldi niðurstöðuna sanngjarna í ljósi málavaxta og stöðu sveitarsjóðs en minnihlutinn vildi greiða kröfuna alla. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins segir að skoða þurfi áhrif sáttaboðsins á sjóðsfélaga áður en ákveðið verði hvort málinu verði haldið áfram.
Fyrir nákvæmlega ári fengum við skötuhjú þær stórkostlegu fréttir að annað okkar hefði unnið í happadrætti. Ekki venjulegu happadrætti reyndar, það voru engir fjármunir í spilinu. Vinningurinn var ekki af verri endanum, lítil, blá bók sem táknar frelsið sjálft. Við vorum bæði orðnir íslenskir ríkisborgarar.
„Ég hef enga trú á öðru en að góða veðrið flýti sér aðeins,” segir Bergrún Arna Þorsteinsdóttir, aðstoðarskógarvörður í Hallormsstað, um Skógardaginn mikla sem haldinn verður á morgun.
Stjórn Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands hefur ákveðið að fella niður skráningargjöld fyrir þátttakendur af sambandssvæðinu á Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri sem haldið verður í Neskaupstað 28. – 30. júní næstkomandi. Undirbúningi mótsins miðar vel.
Daninn Kurt Fredriksen var meðal þeirra farþega sem komu á farartækjum sínum með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun. Kurt skar sig þó úr fjöldanum því farartæki hans er Valmet dráttarvél, árgerð 1985. Á henni ætlar hann að keyra um landið næstu fimm vikur.
„Við bara hvetjum alla skapandi einstaklinga til þess að sækja um, en það eru örfá laus pláss hjá okkur í júlí og ágúst,” segir Heiðdís Þóra Snorradóttir, verkefnastjóri Art Attack í Neskaupstað, um listamannadvölina sem verkefinu tengist.