Keyra til Zagreb á leikinn: Vonast eftir stemmingu eins og á Seyðisfjarðarvelli

kristjan smar jon kolbeinn zagreb webSeyðfirsku bræðurnir Kristján Smári og Jón Kolbeinn Guðjónssyni eru þessa stundina á leið keyrandi til Zagreb þar sem seinni leikur Íslands og Króatíu um laust sæti í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á næsta ári fer fram í kvöld. Þeir vonast til að upplifa sömu stemmingu á vellinum og þeir eru fanir frá Seyðisfirði.

„Já, við erum að fara á völlinn,“ sagði Kristján Smári þegar Austurfrétt hafði tal af honum í morgun.

Hann stundar nám í Debrechen í Ungverjalandi ásamt kærustu sinni, Andru Sól og voru Jón Kolbeinn og unnusta, Lilja Rut Traustadóttir, búin að ákveða heimsækja þau um miðjan nóvember.

„Þegar við vissum að seinni leikurinn væri á þessum tíma ákváðum við að skella okkur yfir landamærin og fara á stórleikinn.“

Hópurinn lagði af stað í gær og gisti í nótt í Búdapest. Lagt var snemma af stað til Króatíu í morgun til að undirbúa sig fyrir leikinn.

„Við ætlum að hita raddböndin almennilega upp og vera tilbúin í átökin. Við eigum von á góðri stemmingu á vellinum, ekki ósvipað stemmingunni á Seyðisfjarðarvelli á góðum sumardegi,“ segir Kristján en þeir bræður hafa báðir leikið með meistaraflokki Hugins.

Þau ætla að gista í Zagreb í nótt og halda til baka á morgun. Þeir spá 1-1 jafntefli og að Eiður Smári Guðjohnsen skori sigurmarkið, en slíkt myndi tryggja Íslendingum sæti á mótinu.

Þeir vonast eftir að hitta fleiri Austfirðinga á leiknum en Eskfirðingurinn Eggert Gunnþór Jónsson er í leikmannahópi liðsins. Fleiri hafa lagt á sig ferðalagið yfir landamærin til Króatíu.

„Það er stór hópur af Íslendingum að fara sem lærir í Ungverjalandi. Ég held að það séu alls um 250 Íslendingar sem séu búsettir á meginlandi Evrópu og ætla að fara til Zagbreb.“

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.