Bikarkeppnin í blaki: Bæði liðin þurfa aðra atlögu

 mg 0674Bæði karla- og kvennalið Þróttar Neskaupstað þurfa aðra atlögu að sæti í úrslitakeppni bikarkeppninnar í blaki en fyrri hluti forkeppninnar fór fram á Álftanesi um helgina

Í kvennakeppninni var keppt í tveimur þriggja liða riðlum þar sem efsta liðið úr hvorum riðli tryggði sér þáttökurétt í undanúrslitunum í mars.

Þróttur lenti í riðli við HK en liðin háðu harða rimmu um Íslandsmeistaratitilinn í vor. HK vann leik liðanna, 19-25, 25-17 og 15-17 en ólíkt venjulegum blakleikjum þurfti aðeins að vinna tvær hrinur til að vinna leikinn.

Bæði liðin unnu svo Stjörnuna 2-0. Liðin fjögur sem ekki komust áfram um helgina taka svo þátt í annarri forkeppni á Akureyri í janúar þar sem tvö lið í viðbót komast inn í úrslitakeppnina. Afturelding komst áfram úr hinum riðlinum

Karlalið Þróttar, sem um síðustu helgi, komst í efsta sæti Mikasa-deildarinnar náði ekki að fylgja eftir góðri byrjun í deildinni og lenti í fjórða sæti í forkeppninni um helgina en þar léku fimm lið um tvö laus sæti.

Þróttur tapaði 0-2 fyrir HK (17-25, 20-25), vann Þrótt Reykjavík 2-1 (25-21, 22-25, 22-20), tapaði 2-0 fyrir Stjörnunni (25-21, 25-20) og vann loks KA 1-2 (25-23, 15-25, 15-17).

Úr leik Þróttar og HK í bikarkeppnini vor. Mynd: Eva Björk Ægisdóttir

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.