Fótbolti: Hrepparígnum eytt með samæfingum

fbyggd 5fl klakaholl webÞótt síðustu deildarleikir meistaraflokka Hattar og Fjarðabyggðar í knattspyrnu hafi endað með rauðum spjöldum og blóðugum andlitum er annað uppi á teningnum í yngri flokkum félaganna. Liðin stóðu í gær fyrir sameiginlegri æfingu í fimmta flokki drengja í Fjarðabyggðarhöllinni.

Liðin hituðu saman upp undir handleiðslu Gunnlaugs Guðjónssonar, þjálfara Hattar. Að því loknu var skipt í tvö lið, Hött og Fjarðabyggð undir stjórn Alberts Jenssonar, og spilað.

Heldur færri voru í liðum Fjarðabyggðar sem þurftu því að fá lánsmenn frá Hetti. Það var auðsótt mál og skiptust Héraðsmenn á að spila í rauðu treyjunum til að jafnt væri í liðum.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem félögin standa fyrir æfingum sem þessum. Fimmti flokkur hefur áður hist og eins hafa verið sameiginlegar æfingar hjá sjötta flokki á árinu.

Myndir: Unnar Erlingsson

hottur 5fl klakaholl web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.