Ríflega tuttugu keppendur glímdu um Aðalsteinsbikarinn

fjordungsglima austurlands 2013 webTuttugu og tveir keppendur tóku um jólin þátt í Fjórðungsglímu Austurlands sem haldin var í íþróttahúsinu á Reyðarfirði. Glímt var í þremur flokkum karla og kvenna.

Mótið gegn vel að sögn mótshaldara og hart barist um verðlaunin. Glímt er um Aðalsteinsbikarinn sem gefinn var í minningu Aðalsteins Eiríkssonar, glímukappa á Reyðarfirði.

Eftirtaldir unnu bikarana í ár:

Stelpur 10-12 ára – Nikólína Bóel Ólafsdóttir
Strákar 10- 12 ára – Leifur Páll Guðmundsson
Meyjar 13-15 ára – Bylgja Rún Ólafsdóttir
Piltar 13- 15 ára – Haraldur Eggert Ómarsson
Konur - Eva Dögg Jóhannsdóttir
Karlar – Ásmundur Hálfdán Ásmundsson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.