Erna lögð af stað til Sotsjí

sochi 13032014 1 webSkíðakonan Erna Friðriksdóttir er lögð af stað til Sotsjí í Rússlandi þar sem hún keppir á Ólympíuleikum fatlaðra síðar í mánuðinum. Hluti íslenska hópsins kom á áfangastað í gær.

Íslensku ólympíufararnir Erna og Jóhann Þór Hólmgrímsson lögðu í gær af stað frá Denver í Bandaríkjunum ásamt tveimur bandarískum þjálfurum. Þau fljúga í gegnum Frankfurt í Þýskalandi og Istanbúl í Tyrklandi á leið sinni til Rússland.

Þangað eru þau væntanleg eldsnemma í fyrramálið. Þau fara beint upp í Ólympíuþorpið en íslenski hópurinn er staðsettur í fjallaþorpinu á Krasnaya Polyana-svæðinu í fjöllunum ofan við Sochi-borg. Hún er sjálf við strönd Svartahafs. Nokkur Ólympíuþorp eru á svæðinu, staðsett sem næst keppnissvæðum viðkomandi keppenda.

Liðin eru boðin formlega velkomin í þorpin með móttökuathöfn með fánahyllingum og skemmtiatriðum. Fulltrúar landanna og borgarstjórar þorpanna skiptast á gjöfum en hvert þorp á sinn eigin borgarstjóra.

Auk keppendanna tveggja og þjálfara þeirra eru tveir aðstoðarþjálfarar og aðalfararstjóri frá Íþróttasambandi fatlaðra í Sotsjí. Norðurlöndin vinna saman undir hópnum „Five Nations One Team" en alls eru níu íþróttamenn frá löndunum staðsettir í fjallaþorpinu.

Leikarnir sjálfir verða settir með opnunarhátíð á föstudag þar sem íþróttamennirnir ganga inn á Ólympíuleikvanginn.

Erna keppir í svigi föstudaginn 14. mars og í stórsvigi síðasta dag leikanna, sunnudaginn 16. mars.

Myndir frá Sotsjí, úr Ólympíuþorpinu og í Krasnaya Polyana nokkur hundruð metrum neðar. Myndir: Jón Björn Ólafsson/Íþróttasamband fatlaðra

sochi 13032014 2 web
erna fridriksdottir nov13

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.