Erna Friðriks: Mikill heiður að fá að vera fánaberi

sochi 09032014 3 webSkíðakonan Erna Friðriksdóttir segir það hafa verið mikinn heiður að vera fánaberi Íslands á setningarathöfn vetrarólympíuleika fatlaðra í Sotsjí í Rússlandi á föstudag. Vikan fer í undirbúning fyrir keppnina á föstudag.

„Ég tók ekkert sérstaklega mikið eftir fánanum því hann var hengdur á hjólastólinn minn. Það var hins vegar frábær tilfinning að fara fyrir íslenska hópnum inn á völlinn og fá þann heiður að vera fánaber," sagði Erna í samtali við Austurfrétt í gær.

Hún segist hafa fengið töluverð viðbrögð frá vinum og kunningjum heima á Íslandi eftir athöfnina. „Ég hef orðið vör við að fólk fylgist með þessu því sýnt var frá setningunni í sjónvarpinu."

Erna kom til Rússlands á miðvikudag en keppir ekki fyrr en í hádeginu á föstudag. Tíminn er nýtt til undirbúnings.

„Við erum á æfingum í fjallinu og léttum æfingum í ræktinni og leggjum áherslu á tæknina. Við fáum ekki að prófa sjálfa keppnisbrautina en við skoðum hana áður en keppni hefst á föstudaginn."

Foreldrar Ernu, Friðrik Guðmundsson og Margrét Gunnarsdóttir, eru með henni úti í Sotsjí. Íslenski hópurinn er í fjallaþorpinu, um 60 km frá Sotsjí.

Hlýtt er í borginni sjálfri og loftslag þar sem minnir á gott íslenskt sumarveður. Öllu svalara er í fjallaþorpinu sjálfu þaðan sem skíðalyftan er tekin upp á keppnissvæðið þar sem er nægur snjór.

Íslensku keppendurnir, Erna og Jóhann Þór Hólmgrímsson, ásamt foreldrum sínum í Sotsjí. Mynd: Jón Björn Ólafsson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.