Fyrri keppnisgrein Ernu flýtt til morgundagsins

erna fridriksAustfirska skíðakonan Erna Friðriksdóttir mun hefja leik fyrr en áætlað var á vetrarólympímóti fatlaðra sem fram fer í Sotsjí í Rússlandi. Veðurfarið er að setja töluvert strik í reikninginn hjá mótshöldurum.
Fram kemur á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra að töluverð rigning og þoka séu núna á keppnissvæðunum í Sotsjí og af þeim sökum hafi verið ákveðið að flýta svigkeppni kvenna.

Upphaflega átti Erna að keppa í svigi á föstudaginn næstkomandi en sem fyrr segir hefur keppnin í svigi kvenna verið færð fram til morgundagsins, 12. mars. 

Keppendur hefja því leik kl. 9 að morgni að staðartíma, en það er kl. 5 árdegis að íslenskum tíma. Svig sjónskertra kvenna hefst kl. 9, svig standandi kvenna kl. 9:15 og svig sitjandi kvenna kl. 9:40 (5:40 hér heima) en Erna keppir í sitjandi flokki.

Engar aðrar breytingar hafa verið gerðar á keppnisdagskrá íslensku keppandanna og því mun Erna að óbreyttu keppa í stórsvigi sunnudaginn 16. mars.

Auk Ernu keppir Jóhann Þór Hólmgrímsson einnig á leikunum fyrir Íslands hönd.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.