Körfubolti: Höttur datt niður í fjórða sætið fyrir úrslitakeppnina

karfa hottur tindastoll 0099 webHöttur leikur gegn Þór Akureyri í úrslitakeppni fyrstu deildar karla í körfuknattleik í rimmu þar sem Akureyrarliðið á heimaleikjaréttinn. Þetta varð ljóst eftir tap Hattar gegn Tindastóli í síðustu umferð deildarinnar á föstudagskvöld.

Fyrir umferðina börðust Þór, Breiðablik og Höttur um 2. – 4. sætið þar sem annað og þriðja sætið veita heimaleikjarétt í undanúrslitum deildarinnar. Fjölnir vann sinn leik og skaust upp í annað sætið á meðan Þór og Höttur tapaði.

Egilsstaðaliðið lék á Sauðarkróki gegn deildarmeisturum Tindastóls sem höfðu undirtökin allan leikinn og unnu að lokum 97-77. Hattarmönnum tókst illa að leysa pressuvörn heimamanna og komust ekki í takt við leikinn.

„Tindastóll voru bara sterkari á öllum sviðum leiksins. Við náðum ekki að gera það sem við lögðum upp með og því fór sem fór. Tindastóll klárlega með besta liðið í vetur og ég óska þeim til hamingju," sagði Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, í samtali við Austurfrétt eftir leikinn.

Þór tapaði einnig en var fyrir umferðina með tveimur stigum meira en Höttur þannig norðanmennirnir enduðu í þriðja sæti og fá Hött í heimsókn á föstudag.

Viðar hefur fulla trú á sínu liði gegn Þór og vonast eftir góðum stuðningi, líka í útileikjunum. „Mér líst ágætlega á Þórsarana, við höfum spilað oft við þá og liðin þekkjast vel. Leikirnir eru alltaf stál í stál og því má búast við flottu einvígi. Það er tilhlökkun í okkur, það er engin feluleikur um það að markmiðið í allan hefur verið að fara upp í úrvalsdeild!

Ég vona svo innilega að allir bæjarbúar mæti á heimaleikinn og þeir sem geta fylgi okkur og styðji á Akureyri. Nú fer skemmtunin að hefjast."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.