Íþróttir helgarinnar: Úrslitakeppnir í körfu og deildinni lýkur í blaki

blak throttur hk okt13 kk 0019 webKörfuknattleikslið Hattar hefur þátttöku í úrslitakeppni fyrstu deildar karla og úrslitakeppni Bólholtsbikarsins verður haldin um helgina. Blaklið Þróttar leika síðustu deildarleiki sína sem skipta miklu máli því heimaleikir eru í húfi í úrslitakeppninni.

Karlalið Þróttar gegn Stjörnunni í Ásgarði í Garðabæ, þann fyrri klukkan 18:00 í kvöld en þann seinni á hádegi á morgun. Þróttur er fyrir leikina í þriðja sæti með 31 stig, stigi minna en Stjarnan sem er í öðru sæti. Það lið sem endar í öðru sæti hlýtur heimaleikjarétt í úrslitakeppninni sem hefst á mánudag.

Kvennaliðið er í þriðja sæti með 30 stig, tveimur stigum á eftir HK en eiga leik til góða. Þróttur spilar gegn toppliði Aftureldingar klukkan 20:30 að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld og gegn Stjörnunni í Ásgarði 14:00 á morgun.

Samkvæmt áætlun á úrslitakeppni fyrstu deildar karla í körfuknattleik að byrja með leik Hattar og Þórs á Akureyri klukkan 20:00. Hæpið er að fært verði norður í dag en til stendur að reyna aftur á morgun ef fresta þarf leiknum.

Úrslitakeppni bikarkeppni UÍA og Bólholts í körfuknattleik fer fram á morgun í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Keppnin hefst klukkan eitt en gert er ráð fyrir að úrslitaleikurinn hefjist 18:30. Í úrslitakeppninni taka þátt lið Sérdeildarinnar, Sérsveitarinnar, Austra og ME.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.