Fyrsti leikur Hattar gegn Fjölnis í kvöld: Á þessum tíma vilja allir spila

karfa hottur thorak 25032014 0091 webFyrsti leikur Hattar og Fjölnis um laust sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik fer fram í Grafarvogi í kvöld. Þjálfari Hattar er bjartsýnn fyrir leikinn og segir sína leikmenn tilbúna í rimmuna.

„Okkur líst ljómandi vel á þetta og erum spenntir fyrir verkefninu," segir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar.

Höttur sló Þór Akureyri út í tveimur leikjum í undanúrslitum en Fjölnir þurfti þrjá leiki gegn Breiðabliki.

„Við vonum að þeir séu þreyttir en þegar komið er í svona úrslitaeinvígi þá telur það ekkert þótt menn finni einhvers staðar til. Það vilja allir spila á þessum árstíma.

Við fengum heila viku og við höfum farið ágætlega yfir hlutina. Það eru allir heilir og nú er að stilla spennustigið og vera klárir þegar á reynir."

Höttur vann báða deildarleikina gegn Fjölni í vetur en það telur lítið í úrslitakeppninni. „Fjölnir er með hörkulið. Það vill keyra upp hraðann og berjast en við þurfum að vera tilbúnir í að berjast á móti þeim."

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður í beinni útsendingu á fjolnir.is/tv.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.