Þriðji leikurinn um Íslandsmeistaratitilinn í blaki: Nýr leikur sem við ætlum að vinna

blak throttur afturelding 11042014 0065 webÞróttur heimsækir Aftureldingu í kvöld í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í blakinu. Þjálfari Þróttar segir liðið hafa nýtt tímann vel eftir tapið í Neskaupstað á föstudag til að undirbúa leikinn.

„Þetta er nýr leikur og við ætlum að vinna hann. Menn hafa hlaðið batteríin um helgina og farið yfir leikinn frá því á föstudag," segir Matthías Haraldsson, þjálfari Þróttar.

Afturelding jafnaði metin í úrslitarimmunni með 1-3 sigri í Neskaupstað þar sem Þróttarliðið átti dapran dag.

„Við þurfum að spila meira við þær, koma boltanum yfir til þeirra ef við erum í vandræðum en ekki bara gefa þeim færin. Síðan þarf að halda pressu í uppgjöfum og taka vel á móti boltanum allan leikinn en ekki í eina hrinu eða tvær."

Liðin hafa nú unnið sinn leikinn hvort á útivelli. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari en fjórði leikurinn verður í Neskaupstað eftir átta daga.

Matthías segir að vikan verði nýtt í æfingar en leikmannahóparnir tvístrast þar sem landsliðsæfingar hafa verið boðaðar um páskana. Í samtali við Austurfrétt viðurkenndi Matthías að það væri „ekki ákjósanlegt" fyrir þjálfara félagsliðs að fá landsliðsæfingarnar ofan í úrslitarimmuna.

Matthías hrósaði áhorfendum sem mættu til leiks að Varmá í síðustu viku fyrir þeirra framlag og vonast til að þeir mæti aftur. „Brottfluttir Norðfirðingar láta sín á milli vita að það sé leikur og þeir sem geta komið koma."

Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni útsendingu á Sporttv.is.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.