Fjórði leikur Þróttar gegn Aftureldingu í kvöld: Úrslitastund fyrir Þrótt

blak throttur afturelding 11042014 0017 webÞróttur Neskaupstað þarf á sigri að halda í kvöld þegar liðið mætir Aftureldingu í Neskaupstað í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna. Gestirnir hampa titlinum ef þeir vinna í kvöld.

„Það er algjörlega að duga eða drepast núna," segir Matthías Haraldsson, þjálfari Þróttar.

Þróttur vann fyrsta leikinn í Mosfellsbæ en Afturelding næstu tvo þar sem Þróttarliðið var langt frá sínu besta. Átta dagar eru frá síðasta leik og þá hefur verið reynt að nota til æfinga.

„Stemmingin í hópnum er góð og æfingar hafa gengið vel um páskana," segir Matthías.

Hann segir tvo leikmenn tæpa vegna meiðsla og þátttaka þeirra komi í ljós í upphitun.

Hann segir stuðning Austfirðinga vera mikilvægan á leiknum í kvöld. „Við vonumst eftir fullu húsi og látum."

Leikurinn hefst klukkan 19:30.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.