Fjarðabyggð og Leiknir mætast í úrslitum Lengjubikarsins

leiknir kff fotbolti 14092013 0061 webFjarðabyggð og Leiknir mætast í úrslitum B-deildar Lengjubikarsins í knattspyrnu karla í Fjarðabyggðarhöllinni á morgun. Liðin unnu góða sigra í gær á útivöllum í undanúrslitum.

Leiknisliðið fór á kostum gegn Völsungi á Húsavík og vann 1-6. Baldur Smári Elfarsson skoraði þar þrennu en Juan Miguel Munoz Rodriguez, Björgvin Stefán Pétursson og Hilmar Freyr Bjartþórsson sitt markið hver.

Leiknir var 0-4 yfir í hálfleik og komst í 0-5 snemma í seinni hálfleik en heimamenn minnkuðu muninn tíu mínútum fyrir leikslok.

Fjarðabyggð lagði ÍR 0-2 í Breiðholti. Brynjar Jónasson kom Fjarðabyggð yfir á 52. mínútu og Tommy Nielsen skoraði annað mark tveimur mínútum síðar.

Úrslitaleikurinn hefst klukkan 16:00 á sunnudag.

Kvennalið Fjarðabyggðar lýkur keppni í Lengjubikarnum gegn Völsungi á Húsavík á morgun.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.